Menntamál - 01.03.1944, Qupperneq 18
64
MENNTAMÁL
fram, þótt þess ætti ekki að þurfa, að bílferðir geta ekki
komið í stað heimavistar frá uppeldislegu sjónarmiði, ef
vel tekst til um heimavistina, en frá sama sjónarmiði er
ekki heldur meiri þörf á heimavistarskólum fyrir sveita-
börn en hin, sem alast upp í þorpum og bæjum.
Tvö skólahverfi hafa þegar fengið skólabíl.
Síðastliðið haust keyptu tvö skólahverfi bíla til að flytja
á skólabörn, og eru það fyrstu skólabílarnir. Hafa hinir
framtakssömu forráðamenn þessara skólahverfa þar með
stigið spor, sem markað getur tímamót í skóla- og félags-
málasögu sveitanna. Skólahverfi þessi eru Ölfusskóla-
hverfi í Árnessýslu og Vatnsleysuströnd í Gullbringusýslu.
Hagar ágætlega til á Vatnsleysuströnd, þar sem sveitin
er mjó og löng með einum aðalvegi og stutt af honum
heim á hvern bæ. Þar er nú kennt á einum stað, en var
á þremur áður og þó víða alllöng leið í skóla. Njóta nú
öll börn þar jafnlangrar skólakennslu, en börn frá af-
skekktari bæjum voru mjög afskipt áður. — Aftur á
móti hagar ekki sérlega vel til fyrir skólabíl í Ölfusinu
vegna þess, hve sveitin er breið og vikótt. Þar var áður
heimavistarskóli, og kostnaður við heimavistina minni en
víða annars staðar vegna jarðhita, en hins vegar hagaði
þar ekki vel til fyrir hana að því leyti, að skólinn er í
allstóru þorpi, Hveragerði. Sækja nú öll börn skólann
á hverjum degi, hvort sem þau búa í sveitinni eða þorp-
inu. Kennsluvikur á barn eru þriðjungi fleiri en áður,
þótt skólinn starfi jafnmargar kennsluvikur.
Skólabíl ölfusinga er ekið í ákvæðisvinnu, en á Vatns-
leysuströnd ekur annar kennari skólans bílnum. Skólabíll
Ölfusinga er tuttugu og tveggja manna langferðabíll, upp-
hitaður og í góðu lagi. Fer því vel um börnin á leiðinni,
eins og vera ber. Á Vatnsleysuströnd er skólabíllinn