Menntamál - 01.03.1944, Síða 20

Menntamál - 01.03.1944, Síða 20
66 MENNTAMÁL minni, enda færri börn að flytja. Hann er þó ekki að öllu leyti heppilegur sem skólabíll. Ætluðu forráðamenn skólans að fá bíl með sérstakri yfirbyggingu, er hentaði vel þörfum sveitarinnar, en tókst það ekki í haust. Er því þar um bráðabirgðaráðstöfun að ræða, og gert ráð fyrir hentugri bíl næsta vetur. I báðum skólahverfunum eru bílarnir dálítið notaðir til annarra félagslegra þarfa, og hefur það komið mörgum vel. Er mér og tjáð, að mikil ánægja sé með þessa nýbreytni í báðum skólahverfunum. Engin fyrirmæli eða reglur eru til um ríkisstyrk til skólabíla, og er það eðlilegt, þar sem hér er um algera nýjung að ræða. En ekki eiga þeir, sem að henni standa, síður skilið styrk fyrir það, þótt þeir hafi lagt styrk- lausir út á nýja braut, sem getur orðið fjölfarin og til mikils sparnaðar á skólakostnaði. Ættu því þessi skóla- hverfi auk styrksins skilið nokkur forustulaun. Fjárframlaga af hálfu ríkisins er þegar þörf og fyrir- mæla um, hvernig greiðslum skuli haga, því að auk þess- ara skólahverfa, hafa skólanefndir í allmörgum skólahverf- um mál þetta til athugunar, en bíða átekta um fram- kvæmdir þar til vitað er um þátttöku ríkisins og auð- veldara verður um efni til byggingar nýrra skólahúsa, sem staðsett væru og miðuð við, að nemendur séu fluttir í bílum. Bjarni M. Jónsson. íslenzk málfræSi eftir Friðrik Hjartar og Jónas B. Jónsson er nýkomin út hjá Rik- isútgáfu námsbóka. Bókar þessarar verður væntanlega getið nánar í Menntamálum síðar. I>að eitt skal sagt að þessu sinni, að hún virð- ist við fljótlegt yfirlit vera mjög skipulega samin og efnið skýrt og greinilega sett fram. Mun ekki of sagt, að hún taki eldri kennslu- bókum í íslenzkri málfræði fram ttm margt. Hins vegar hlýtur lnin að vekja menn til umhugsunar um það, hve langt er fært að ganga í því að kenna íslenzka málfræði í barnaskólunum og hve langt er skynsamlegt að ganga.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.