Menntamál - 01.03.1944, Qupperneq 21

Menntamál - 01.03.1944, Qupperneq 21
MENNTAMÁL 67 SAMBAND ÍSL. BARNAKENNARA: Barnahjálp Ávarp. Vér íslendingar munum yfirleitt sammála um, að for- sjónin hafi sýnt oss og börnum vorum undursamlega mildi á undanförnum stríðsárum, enda þótt gnýr hins mikla hildarleiks hljómi stöðugt í eyrum vorum. Foreldrar í ófriðarlöndum hafa hins vegar horft á börn sín særð, hungruð og klæðlítil án þess að geta úr bætt. Hörmulegast er þó hlutskipti þeirra barna, er svipt hafa verið ástvinum sínum og eru því einmana og allslaus. Þessar andstæður liggja til grundvallar þeirri hjálpar- viðleitni, sem íslenzk skólabörn hefja nú um land allt, til styrktar bágstöddum börnum í ófriðarlöndunum og þá einkum á Norðurlöndum. Þetta starf íslenzkra skólabarna, með drengilegri hjálp foreldra, kennara og annarra góðra vina, — verður allt í senn: þakkarfórn fyrir auðsýnda mildi forsjónarinnar á þessum neyðartímum, — uppeldisstarf, er eykur þroska þátttakenda, hjálpsemi þeirra, fórnarlund og samúð, — kærleiksstarf, er græðir sár, seður hungur og kveikir að nýju trú og von í döprum hugum sorgmæddra og þjáðra barna. Skólabörn á Akureyri undir forustu skólastjóra og kenn- ara hafa þegar hafizt handa um fjársöfnun og orðið vel ágengt. Samband íslenzkra barnakennara hefur nú kjörið nefnd manna til aðstoðar íslenzkum skólabörnum við þessa hjálparstarfsemi. Safnað verður bæði fé og fatnaði. Söfn- unin fer fram á þann hátt, að börnin sjálf leggja fram

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.