Menntamál - 01.03.1944, Qupperneq 24

Menntamál - 01.03.1944, Qupperneq 24
70 MENNTAMÁL hryggðar og hugsi með djúpri samúð til þjáðra barna ófriðarlandanna, þegar ægilegar stríðsfréttir berast. Mundu ekki þeir hinir sömu hjálpa samstundis, ef hægt væri? Ekki er það efamál. En við erum vanir því, íslend- ingar, að hylja næmar tilfinningar undir köldum hjúp hversdagsleikans. En undir þeim hjúp slær hlýtt hjarta. Það sýnir sig jafnan, þegar hjálpar er leitað í neyð. Er hægt að hugsa sér meiri neyð en hjá allslausu barni í ófriðarlandi, oft særðu og þjáðu? Hver æskir sér í spor þess? MenntamáL hafa ekki rúm til að ræða þetta mál nán- ar, enda mun lesendum þeirra vera það ljósara en flest- um öðrum. Ég vil aðeins geta þess, að forstöðumönnum barnaskóla verður skrifað nánar um málið og fyrirkomulag söfnun- arinnar, auk þess sem það verður kynnt í blöðum og út- varpi. Ingimar Jóhannesson. Orlof kennara og orlofsfé. Þeirri spuruingu hefur verið beint til Menntamála, hvort kenn- iirum hæri eigi orloísfé samkvæmt lögum uni orlof, nr. 16, 26. febr. 1943. Ritstjórinn hefur leitað sér upplýsinga um þetta lijá formanni Sambands íslenzkra barnakennara, formanni Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og fræðslumálaskrifstofunni. Að þeim upplýsingum fengnum jiykir mega fullyrða, að stundakennurum að minnsta kosti beri orlofsfé samkv. lögum jiessum. Um fasta kennara er frekar talið orka tvímælis, hvað segja skuli, því að þcir eru lausir frá skyldustörf- um sínum alllangan tíma að sumrinu, en laun þeirra eru liins vegar miðuð við lengd starfstímans. Til þess að fá tekin af öll tvímæli um jictta, hefur fræðslumálaskrifstofan skriflega beiðst úrskurðar kennslu- málaráðuneytisins um málið, en svar frá því hefur enn ekki borizt skrifstofunni.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.