Menntamál - 01.03.1944, Qupperneq 26
72
MENNTAMÁL
það heyrninni, og máli stálpaðra barna og unglinga er
hætta búin, ef þau tapa henni.
Þegar heyrandi barn byrjar að hjala, er það aðeins
að leika sér með talfærin, ,,sprikla“ með þeim eins og
t. d. höndum og fótum. Þetta gerir heyrnarlaust barn
líka. Heyrandi barn byrjar smátt og smátt að skynja sín
eigin hljóð og annarra, og eftir það fer að gæta meiri
fjölbreytni í hjali þess og loks að koma fram ákveðin
hljóð.
Heyrnarlausa barnið hættir smátt og smátt að hjala,
þegar það hefur ekki lengur gaman af að „sprikla" með
talfærum sínum og gerist þetta oft, þegar barnið er 7—
10 mánaða gamalt. En grátur þess og hlátur heldur
áfram að vera eðlilegur, og það lærir brátt að nota rödd-
ina til að vekja athygli á sér.
Eins og eðlilegt er, vona foreldrar og vandamenn heyrn-
arlausra barna í lengstu lög, að ekki sé nú í raun og
veru svona illa ástatt fyrir barninu, það sé bara svona
seint til máls, og margt getur líka komið í ljós hjá því,
sem glepur sýn og styrkir þær tálvonir, að barnið sé ekki
heyrnarlaust. Oft koma fram í hjali heyrnarlausra ung-
barna hljóð, sem líkjast orðum í ófullkomnu barnamáli,
t. d. pa, ma o. fl., og þykir þá foreldrum sem þarna séu
merki þess, að barnið sé að byrja að læra- málið. En þetta
er því miður engin sönnun þess, og ef vel er aðgætt,
segir barnið þessi „orð“ sjaldan. Þau koma fram aðeins
af því, að svo vill til, að talfærin hreyfast á þennan sér-
staka hátt, og barnið leggur enga merkingu í þau. Þá
getur oft verið um það að ræða, að barnið hafi einhverja
heyrn, heyri t. d. há hljóð, þótt heyrnin sé ekki nóg til
þess, að barnið læri að tala á eðlilegan hátt, og loks er
þess að gæta, að heyrnarlaus börn verða oft furðulega
vel vör við allan titring, t. d. hurðaskelli og fótatak, án
þess að þau heyri þetta. Á þriðja ári fara venjulega að
sjást merki þess, ef barnið er heyrnarlaust. Það tekur