Menntamál - 01.03.1944, Side 28

Menntamál - 01.03.1944, Side 28
74 MENNTAMÁL eðlilegt, að þeir séu oft misskildir, og sú vill líka verða raunin á. Látæði þeirra og bendingar koma þeirri skoðun inn hjá þeim, sem lítið þekkja til, að þeir séu annaðhvort fávitar eða brjálaðir, og skringilegar grettur þeirra og hreyfingar vekja oft hlátur hjá þeim, sem enga hugmynd hafa um, að hverju þeir eru að hlæja. Blindra manna fálm þykir nú ekki lengur hlægilegt, en auðsjáanlega hef- ur það ekki verið svo, þegar Shakespeare skrifaði „Kaup- manninn frá Feneyjum“ fyrir þremur öldum. En sem betur fer eru nú þeir tímar liðnir, þegar svo augljósar þjáningar vöktu hlátur. Heyrnarleysinginn berst alltaf harðri baráttu, a. m. k. framan af æfinni, til að njóta eðlilegrar sambúðar við meðbræður sína og skipa sitt eðli- lega sæti meðal þeirra, en eftir því sem árangurslausar tilraunir í þá átt verða fleiri, einangrast hann meira frá öðru fólki og verður tortryggnari og einrænni, og oft fer að lokum svo, að hann þýðist fáar manneskjur eða engar og treystir fáum eða engum fullkomlega. Eins og ég drap á hér að framan, spillist eða tapast með öllu mál barna og unglinga, ef þeir missa heyrnina. Mál fullorðinna spillist í flestum tilfellum meira eða minna, tapist heyrnin. Þegar börn á aldrinum 2—-5 ára missa heyrnina, tapast málið óhjákvæmilega, fái þau ekki þá kennslu, sem með þarf til að halda málinu við. Eftir au barnið hefur lært vel að lesa og skrifa, er málinu minni iiætta búin; talmálið breytist að vísu, en heyrnarlaus börn, sem orðin eru læs, leita sér oft athvarfs í bóklestri, og er það ómetanleg hjálp til að halda skilningi á því máli, sem þau höfðu þegar lært. Þegar heyrnin er farin, er sjónin það skilningarvit, sem helzt getur hjálpað heyrnarleysingjanum að skilja talmál meðbræðra sinna. Heyrnarleysinginn getur náð furðulegustu leikni í að lesa mál af vörum fólks, stund- um svo mikilli, að menn verða þess lítið varir, að sá, sem þeir tala við, sé heyrnarlaus. En áður en því marki

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.