Menntamál - 01.04.1945, Blaðsíða 5

Menntamál - 01.04.1945, Blaðsíða 5
MENNTAMAL 88 „Því býst ég við. Svona staðir þurfa ef til vill sérstakt skólaform. Ég býst við, að aðstæður séu svipaðar í öðr- um verstöðvum við Faxaflóa og líklega í Vestmannaeyj- um.“ „Hvað áttu við með sérstöku skólaformi?“ „Ég álít, að hið opinbera þurfi að hafa meiri afskipti af uppeldi barnanna á þessum stöðum heldur en aðeins að veita þeim hina almennu skólagöngu. Skólabörn þess- ara staða búa við allt önnur og miklu lakari skilyrði um skólatímann en önnur börn. Víðast hvar býr fullorðna fólkið við reglubundinn starfstíma daglega að vetrinum. Þar, sem svo hagar til, eru fyrir hendi skilyrði fyrir rólegu, reglubundnu heimilislífi og þá jafnframt fyrir möguleikum til heimanáms fyrir börnin. En í verstöðv- unum eru þessi skilyrði á heimilunum lík um vetrarver- tíðina og þau mundu vera í sveitunum um hásláttinn eða á Siglufirði um síldveiðitímann.“ „Hvað viltu þá láta gera?“ „Því miður eru hugmyndir mínar um það ekki svo fast mótaðar, að ég geti sagt ákveðið: Svona á það að vera. Hins vegar hef ég gert tilraun til að leggja þetta niður fyrir mér, og skal ég lýsa því fyrir þér í höfuðdráttum: Þá tíma dags, sem börnin eru ekki í skóla, þurfa þau að geta stundað leiki og nám utan heimilis við hagkvæm skilyrði undir umsjá og leiðbeiningum þar til hæfra manna. Við þetta vinnst tvennt: áhyggjum og erfiði væri létt af mæðrunum, en jafnframt væri börnunum búin betri skilyrði til þroska. Til þess að framkvæma þetta þarf hentug og rúmgóð svæði, þar sem börnin hefðu svig- rúm til skauta- og sleðaferða eða annarra útileikja að vetrinum. Húsnæði þarf, þar sem börn úr neðri bekkjum barnaskólans gætu verið að leik og störfum við sitt hæfi (t. d. föndur, teikningu, leirmótun o. fl.). Fyrir eldri börnin þarf húsrúm til bóklesturs, bæði til undirbúnings skólanum og til skemmtunar, og svo vinnustofur.“

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.