Menntamál - 01.04.1945, Blaðsíða 6

Menntamál - 01.04.1945, Blaðsíða 6
84 MENNTAMÁL „Hvað á að starfa þar?“ „Komið gæti til mála, að drengirnir ættu kost á ein- hverjum störfum, er að sjóvinnu lýtur og þeir geta af hendi leyst. Aðrir, sem hefðu löngun og hæfileika til annarra starfa, gætu fengið að vinna að ýmiss konar handiðju, svo sem margs konar smíði, bókbandi o. fl. Ef drengir hefðu löngun til þess að fást við matreiðslu t. d. með það fyrir augum að verða matsveinar á skipum, gæfist þeim kostur á að kynnast þeim störfum. Stúlkurnar gætu unnið að handavinnu, í þarfir heimilanna, við sitt hæfi, gengið frá þvotti, starfað að eldhússtörfum, framreiðslu, upp- þvotti mataríláta, ræstun o. fl. Aðalatriðið er þetta, að börnin séu mestan hluta dags að störfum og leikjum undir umsjá og tilsögn þar til hæfra manna. Þó þarf að leggja áherzlu á að tengja störfin lífinu sjálfu og misbjóða á engan hátt eðlilegum þroska og frjálsræði barnanna.“ „Dýrt hlyti þetta nú að verða,“ sagði ég. „Veit ég vel,“ svaraði Svava. „En ekkert kostar eins mikið og það að láta reka á reiðanum með uppeldi barn- anna, svo að hending ein ráði, hvort þau verða að manni eða ekki. Það er áreiðanlega ekki aðeins versta fyrirkomu- lagið, heldur einnig hið lang-dýrasta, því að tjón, sem af því hlýzt, verður aldrei með tölum talið.“ Heimili og skóli. Fyrsta hefti yfirstandandi árgangs er hið læsilegasta, engu síður en fyrri heftin. Það hefst á útvarpserindi frú Aðalbjargar Sigurðar- dóttur um nióðurskyldur. Næst er framhald af grein séra Benjamins Kristjánssonar Leyfið börriunum að koma til min. Eiríkur Stefánsson skrifar grein, er hann nefnir Varðar mest til allra orða, en hún er um nauðsyn þess, að börn læri rétt, Jtað sem þau læra utan að. Loks skrifar Björn Daníelsson Nokkur orð um vinnubœkur. Enn fremur er ýmislegt smávegis í ritinu og kvæði eftir F. H. Berg. Allt í heftinu er Jtess virði, að það sé lesið og íhugað, Jtótt sitthvað kunni að orka tvímælis, eins og t. d. sumar fullyrðingarnar, sem séra Benjamín hefur eftir dr. Link í New York.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.