Menntamál - 01.04.1945, Blaðsíða 7

Menntamál - 01.04.1945, Blaðsíða 7
MENNTAMÁL 85 STEFÁN JÚLÍUSSON: Heimsóknir í skóla 3. Skóli samfélagsins. l. Síðasta daginn, sem ég var vestanhafs (1. september 1943), þurfti ég að taka leigubíl til þess að koma farangri mínum um borð í Dettifoss, sem þá lá við bryggju í New York. Vegna þess, að ég hafði búið ofarlega í borginni, var leiðin alllöng, og lá hún austan megin á Manhattan- ey, meðfram East River. Enda þótt ég byggi lengi í New York, hafði ég mjög sjaldan farið þessa leið, og bað ég því bilstjórann að aka ekki ýkja hratt, því að mig langaði til að athuga umhverfið. Við ókum eftir svo til nýlagðri akbraut og fórum fram hjá mörgum nýbyggingum. Ég hafði orð á því við bílstjórann, að hér hefði auðsjáan- lega mikið verið lagfært og endurbætt á síðustu árum. — Yður er óhætt að veðja lífinu upp á að svo er, lags- maður, sagði bílstjórinn, sem var líkur öðrum leigubíl- stjórum vestra í því að vera skrafhreyfinn, þegar á hann var yrt. — Hér var allt í örgustu niðurníðslu fyrir nokkr- um árum. Aumlegt borgarhverfi, óhreinindi og voðaleg fátækt. Engin bílabraut. Engar fallegar byggingar. Allt það versta í þessari borg. En La Guardia tók í taumana og lét hreinsa hér til. Það var atvinnubótavinna á vand- ræðaárunum. Borgarstjórinn okkar er karl, sem segir sex, lagsmaður, þó að hann sé ekki stór. Þegar hér var komið máli bílstjórans, fórum við fram hjá stórri skólabyggingu, sem auðsjáanlega var nýlega fullgerð. Þá minntist ég þess, að hálfu öðru ári áður

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.