Menntamál - 01.04.1945, Blaðsíða 14

Menntamál - 01.04.1945, Blaðsíða 14
92 MENNTAMÁL er ekki eingöngu átt við stjórnarfarslegt lýðræði, heldur lýðræði í samfélaginu, þar sem reynt er að fá hvern einstakling til þess að skilja og taka þátt í félagslegri menningu og átökum fyrir betra lífi. Skólinn hefur bein- línis sett sér það markmið að kenna hinum ýmsu þjóð- flokkum þessara borgarhluta að lifa saman á lýðræðis- legan hátt. — Hlutverk hans er ekki einungis að útbýta þekkingarmolum meðal nokkurra hundraða unglinga, held- ur beinlínis hitt, að hefja mörg þúsund manna, eldri sem yngri, á hærra stig menningar og þroska. Foreldrablaðið, er Stéttarfélag barnakennara í Reykjavík gefur út, kom út í marz s. 1., 1. blað 9. árgangs. Þetta er gott blað og fjölbreytt að efni. Það er eðlilega miðað mest við Reykjavík, en flest, sem f því er sagt, er þó almenns efnis. Armann Halldórsson skólastjóri gerir þar nokkra grein fyrir tillögum milliþinganefndarinnar i skólamálum að því er snertir barnafræðsluna. Aðrir, sem í blaðið skrifa, eru: Benedikt Jakobsson, Helgi Elíasson, Ingimar Jóhannesson, Jón Oddgeir Jónsson, Jón Sig- urðsson, Jónas B. Jónsson, Kristinn Gíslason, Marteinn Magnússon og Sigurður Thorlacius. Skólablöð. Allvíða á landinu eru gefin út skólablöð, prentuð eða fjölrituð. Skrifa kennarar sum þeirra, en önnur eru að öllu leyti samin af skóla- börnunum sjálfum. Menntamálum væri rnikil þökk á, að þeim væri send Jtessi blöð, en það hefur Kennarafélag Akraness eitt gert til þessa (smbr. septemberhefti síðasta árgangs og janúarhefti þessa árgangs Menntamála). Barnakór Borgarness kom fyrir skömmu lil Reykjavfkur og söng Jrar við góðan orðstír. í þeiiri ferð söng hann einnig í útvarpið, og munu margir hlustendur minnast Jtess. Söngstjóri kórsins er Björgvin Jörgensson, kennari í Borgarnesi.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.