Menntamál - 01.04.1945, Blaðsíða 15

Menntamál - 01.04.1945, Blaðsíða 15
MENNTAMÁL 93 Minning Guðrúnar Daníelsdóttur (Minningargrein þessi birtist í Morgunblaðinu 10. maí s.l., og þykir Astæða til að birta hana í Menntamálum.) Guðrún Daníelsdóttir, kennslukona, er látin. Lézt hún 2. maí s.l. Verður lík henn- ar greftrað á morgun. Guðrún var fædd í Skál- holtskoti í Reykjavík 3. júní 1870. Foreldrar hennar voru: Sigríður Jónsdóttir og Daníel Símonarson, söðla- smiður. Ung missti Guðrún móð- ur sína. Eftir nokkurn tíma kvæntist faðir Guð- rúnar í annað sinn og gekk að eiga Kristbjörgu Helga- dóttur, systur þeirra tón- skáldanna, Helga og Jón- asar. Ólst Guðrún upp hjá föður sínum og stjúpu. Guðrún gekk í Barnaskóla Reykjavíkur. Var hún bæði námfús og skyldurækin. Síðar stundaði hún nám við Kvennaskóla Reykjavíkur. Tók hún þaðan próf með sóma, eftir þriggja vetra nám. Var hún þá seytján ára að aldri. Árið 1899 lauk Guðrún kennaraprófi í Flensborg við góðan orðstír. Guðrún var sönghneigð og lék á gítar. Árið 1903 og 1904 var Guðrún við nám í kennarahá- skóla í Kaupmannahöfn. Fékk hún það ár frí frá kennslu.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.