Menntamál - 01.04.1945, Blaðsíða 18

Menntamál - 01.04.1945, Blaðsíða 18
96 MENNTAMÁL Halldór GuSjónsson skólastjóri FIMMTUGUR Halldór Guðjónsson, skólastjóri í Vestmanna- eyjum, er fæddur í Smá- dalakoti í Flóa 30. apríl 1895. Kennarapróf 1921. Kennari við Barnaskóla Vestmannaeyja 1921—39. Skólastjóri sama skóla frá 1939. Halldór hefur þótt góður kennari, ötull og skyldurækinn. Hann hefur gert sér far um að fylgj- ast scm bezt með nýjung- um í starfi sínu. Á árinu 1928 dvaldi hann um skeið í Danmörku til þess að kynna sér kennslu í söng og reikningi. Halldór hefur verið traustur liðsmaður í stéttarsam- tökum kennara. Minnist sá, er þetta ritar, margra al- mennra kennaraþinga, þar sem Halldór skipaði forsæti og stjórnaði umræðum og afgreiðslu mála með lipurð og skörungsskap. Sómdi hann sér flestum mönnum betur við þau störf. Eins og fleiri kennarar hefur Halldór ekki komizt hjá að sinna ýmsum opinberum störfum. Þannig var hann t. d. bæjarfulltrúi 1922—25, bæjargjaldkeri 1923—30 og yfirkattanefndarmaður síðan 1933. Hann hefur einnig verið skólastjóri iðnskólans. Um öll þessi störf má hið sama segja og kennslustörfin, að Halldór hefur rækt þau með alúð og reglusemi. Þau vinnubrögð eru honum töm.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.