Menntamál - 01.04.1945, Síða 24

Menntamál - 01.04.1945, Síða 24
102 MENNTAMÁL norskum börnum. Hafa nú 80 þúsund krónur sænskar verið yfirfærðar í þessu skyni og Rauði krossinn sænski og Noregshjálpin sænska tekið að sér að senda 15 þúsund matarpakka til Noregs fyrir þessa upphæð. I hverjum pakka eru 5 kg af matföngum, vísindalega samsettum, svo að næringargildi þeirra verði sem mest. Hverjum pakka fylgir miði með kveðju frá íslenzkum skólabörnum til norskra barna. Framkvæmdanefndin mun halda áfram að vinna að þéssu máli, og er þess að vænta, að nú þurfi ekki að verða langur dráttur á, að þessi hjálparviðleitni geti komið að tilætluðum notum. — Fræðslumálaskrifstofan veitir enn viðtöku gjöfum til.Barnahjálparinnar. Menntamál munu síðar flytja nánari fréttir um málið. (Samkv. viðtali við formann framkvæmdarnefndarinnar, Ingimar Jóhannesson). Sýning Handíðaskólans Handíða- og myndlistaskóli Islands í Reykjavík hefur nú starfað í 5 ár. Aðalhvatamaðurinn að stofnun hans var Lúðvig Guðmundsson, og hefur hann verið skólastjóri hans alla tíð. Fastir kennarar skólans eru þeir Kurt Zier og Gunnar Klængsson, en auk þess starfa ýmsir stundakenn- arar við skólann. Skólinn starfar í tveim deildum: mynd- listadeild og smíðadeild. Auk þess eru þar starfandi marg- ar kvölddeildir, þar sem lagt er stund á teiknun, skraut- málun, bókband, útskurð, svifflugusmíði, leðurvinnu alls konar o. fl. Piltar úr Kennaraskólanum fá einnig kennslu í bókbandi og smíðum í Handíðaskólanum. En kennara-

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.