Menntamál - 01.04.1945, Blaðsíða 27

Menntamál - 01.04.1945, Blaðsíða 27
MENNTAMÁL 105 Úr bréfum Menntamál munu framvegis birta undir þessari fyrirsögn lengri eða skemmri kafla úr bréfum, er þeim berast. Gerir ritstjórinn ráð fyrir, aff á þann hátt verði tímaritinu fært að drepa á fjölmörg atriði, ser., ella yrðu ekki rædd í því. Væntir hann og þess, að í þessurn dálkum verði að ýmsu vikið og orð á mörgu haft og ólíkum skoðunum fram varpað. Lm laun kennara og menntun er Menntamálum skrifað: „Get ekki annað en talið ósanngjarnt. að kennarar með fulla kennaramenntun (kennararéttindi) hafi jafnhá laun og starfsbræður þeirra, er minni menntunar liafa aflað sér, þó starfið virðist vera svipað. Teldi heilbrigt, að þess yrði krafizt, að allir barnakennarar án kennararéttinda gengu undir kennarapróf í öllum námsgreinum barnafræðslunnar, og næðu þeir ekki ákveðnu lágmarksstigi í ein- liverri námsgrein eða námsgreinum, fengju þeir itlutfallslega lægri laun. Jafnframt stæði þeim opin leið síðar til prófs í þeim náms- greinum, er þeirn var ábótavant í. Sá, er næði ákveðnu stigi í öllum námsgreinum og væri bindindismaður á vín og tóbak, fengi full laun. Slíkt fyrirkomulag hefði þá mikilsverðu kosti, að það skapaði launa- mismun í nokkurnveginn samræmi við menntun og hæfni og yrði einnig sterk hvöt þeim, er fást við kennslustörf, að fullkomna sig í þeim fræðigreinum, er þeir væru ófullkomnir í. Akveðin menntun án ákveðinnar skólagöngu er lieilbrigð krafa, sem styður hið þroska- vænlega sjálfsnám.'' P. H. A. Héraðsskólakennari segir um grein Stefáns JúlíUssonar um skólann í Hessianhæðum í febrúarhefti Menntamála: . . . Eitt fremur iiðru í greininni vakti athygli niína, en það er landnemastarfið, sem framkvæmt er í umræddum skóla. Mig skortir yfirsýn yfir kennslu- og menntamál okkar íslendinga til þess að geta dæmt um, hvar við erum staddir hvað snertir mannbætandi álirif skólanna okkar, en grunur minn er sá, að surns staðar mætti skeyta meira um „lijarta og hönd“ en gert er ...“

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.