Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 9
MENNTAMÁL
131
lífsins ásamt vilja hans og löngun til að leysa hlutverk sitt
af hendi af nokkurri list.
Kennsla Sigurðar var ekki bundin neinu kerfi, engum
fyrir fram gerðum áætlunum, ekki föstum kennsluaðferð-
um. Það gat enginn sagt sér það fyrir fram, hvað hver
kennslustund mundi bera í skauti sínu. Hið eina, sem við
vissum, var það, að kennarinn mundi koma kátur og hress,
iðandi af fjöri og fyndni, leikandi á als oddi. Við vissum
líka orðið af reynslunni, að af því efni, sem tekið var til
umræðu, mundu spretta fram ótölulegar spurningar, að
forvitnin yrði æst upp í okkur. Viðfangsefninu var velt
fyrir okkur á allar lundir og reynt að knýja okkur til að
festa sjónir á því. Af þessu leiddi nýjar uppgötvanir og
viðhorf, sem höfðu aldrei nálgazt vitund okkar áður, og
stundum jafnframt mótmæli og innri andspyrnu, ef fyrri
hugmyndir röskuðust um of. I stuttu máli sagt: kennslu-
stundin hafði kveikt neista í okkur, við gengum annars
hugar af þeim fundi, hugleiðandi sannindi, sem höfðu
birzt okkur fyrsta sinn. Stundum ískraði hláturinn og
kátínan í okkur langt fram eftir degi. Hvert tilefni, sem
gafst, hafði verið notað til þess að gera sér til gamans.
Og enn getum við hlegið upp úr eins manns hljóði, þegar
þessum kátlegu minningum skýtur upp.
Ég sagði, að kennsla Sigurðar hafi ekki farið fram eftir
föstum áætlunum. Þetta er að vísu ekki nema hálfur
sannleikur. Hún var gagnhugsuð og þrautundirbúin, en
sá, sem náð hefur tökum á einhverri list, leikur hana af
fullu frjálsræði, hann er ekki þræll þeirra reglna, sem nem-
andinn í listinni verður að beygja sig undir.
Áður var minnzt á einn þátt í skólastjórn Sigurðar,
dugnað hans að koma fram málum skólans við stjórnar-
völdin. í þær greipar hafa þó ekki allar menntastofnanir
landsins sótt gull. Eftir er að drepa á hina innri stjórn
hans á skólanum. Eaunar var ég ekki gagnkunnugur henni
í öllum greinum, þar sem ég var aldrei í þeirri sveit