Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 24

Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 24
146 MENNTAMÁL hljóðum, sem þeir verða að læra að greina sundur — auk þess skiptitöflu til þess að fá samband við öll borð nem- endanna í einu. Það eru því öll skilyrði til fullkominnar kennslu í morsi, þegar við fáum sérkennara í því. Munu skátarnir ekki sízt hafa hug á þessari grein. I kvikmynda- sal skólans verður sett leiksvið og marglit ljós til eflingar leikstarfseminni. Þá verður komið fyrir sérstökum grammofónútbúnaði í því skyni að geta glætt skilning barnanna á hljómlist. Þessi tómstundastarfsemi, sem þegar er til, mun færa út kvíarnar, og leitað verður samstarfs við leikhús bæjar- ins, íþróttafélög og ef til vill við kvikmyndafélög, svo að fjölbreytnin geti orðið sem mest. Að sjálfsögðu ber fyrst að sinna þeim málum, sem hugur barnanna beinist mest að, en við skulum gera okkur það ljóst, að vinnubrögð með líku sniði og hér hefur verið lýst geta orðið einn hinn mesti nýgræðingur í uppeldismálum vorra tíma, ef kenn- ararnir beita sér af lífi og sál fyrir slíkri starfsemi. í þess- um efnum eru menn óbundnir af námskrám og prófkröf- um og geta leyft sér djarflegar fyrirætlanir, sem enginn hefði þorað að tæpa á innan vébanda námsreglugerðanna. Að lokum vil ég nefna eitt atriði, sem varðar öll Norður- lönd. Lönd okkar eiga yfir mikilli auðlegð náttúrunnar að búa, svo að óvíða í heiminum er slíka fjölbreytni að finna — jurta- og dýralíf getur með stuttu millibili skipt svo um svip eins og farið sé um hálfan hnöttinn. Þarna er hið ákjósanlegasta athugunarefni jafnt vetur og sumar. En það er fullkomin ástæða til að mæla varnaðarorð til ferða- langa um það, hvernig þeir færa sér dásemdir náttúrunnar í nyt! Fjölmargir þeirra, einkum unglingar, leggja allt kapp á að þeysast áfram í bílum um sem allra flesta vegi eða frá einum fjallaskálanum til annars með methraða, klifrast upp á sem allra flesta fjallstinda á sem stytztum tíma og helzt af öllu sniðganga öll ráð, sem reyndir ferða- menn gefa þeim. Afleiðingin verður sú, að þetta fólk vill-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.