Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 45
MENNTAMÁL
167
í heimi, sem allur logar í ófriði með öllum hans ógnum,
eins og raun ber vitni um í dag, er ekki ólíklegt að nokkuð
hafi slegið á þessa oftrú á ágæti mannsins og óskeikult mat
skynsemi hans, og vel getur verið, að meðal þeirra, sem
horfa opnum augum á grimmd og spillingu samtíðarinnar,
hafi þeim fjölgað, sem mundu hika við að fullyrða, að djöf-
ullinn sé dottinn úr sögunni, eins og komizt er að orði 1
þessari gömlu bók.
Ég er eigi að síður þeirrar skoðunar, að á okkar landi
hafi engin straumhvörf orðið ennþá í þessu efni. Ég vil
því til sönnunar taka upp eftirfarandi ályktun, sem sam-
þykkt var á fundi norðlenzkra presta og kennara á þessu
hausti: „Fundurinn telur þá stefnu heillavænlegasta í guð-
fræði, sem öðru, að ganga ávallt og óttalaust því á hönd
„sem sannara reynist“ samkvæmt rannsókn, rökum og
beztu þekkingu hvers tíma“.
Þessi ályktun var birt athugasemdalaust í Kirkjublað-
inu, og virðist mér það benda til þess, að hún sé ekki talin
eiga upptök sín hjá þeim „stórkostlega minnihluta" sem
fylgir íhaldssamari guðfræðistefnu. Þetta þýðir það. að
það er ekki samvizka mannsins upplýst af Guðs orði, sem
á að móta afstöðuna til guðfræðinnar, heldur skynsemi
mannsins og „þekking hvers tíma“. Þeir, sem harðast börð-
ust gegn kverkennslunni í upphafi þessarar aldar, gerðu
það sannarlega ekki til þess að útrýma kristindóminum,
heldur þvert á móti til að efla hann með því að gera hann
aðgengilegri en þeir gættu þess ekki, að þetta er ekki
hægt.
Hinn kunni sænski prófessor Hugo Odeberg hefur sagt:
„Margir vinir kristindómsins hafa borið fram óskina um
að nema burt það, sem verður til ásteytingar.
Þeim er ljós sá kraftur, sem kristindómurinn hefur haft
og ennþá býr yfir.
Þeir sjá þennan sérkennilega og óskiljanlega kraft, sem
í kristnu trúnni býr til þess að umskapa menn, til að ala