Menntamál - 01.12.1949, Blaðsíða 74
196
MENNTAMÁL
SITT AF HVERJU TÆI
Frá skrifstofu fræðslumálastjóra:
a) Kennaraskólinn.
Þnr stunda nám 95 nemendur í íjórum deiklum. Sú breyting var
gerð á skólanum skv. liinum nýju fræðslulögum, að landsprófs skyldi
krafizt til inntöku í 1. bekk skólans. En enginn sótti um inngöngu
í bekkinn. Þá var horfið að því ráði að gefa gagnfræðingum kost á
inngöngu í deildina, svo sem verið hefur. (i nemendur eru nú í I. bekk.
Á síðastliðnu ári var hafin undirbúningur að teikningu fyrir nýja
skólabyggingu. ,
b) Heimavistarskóli í Kjós.
Laugardaginn 5. nóvember var barnaskóli Kjósarskólahverfis sett-
ur í hinu nýja skólahúsi, sem nefnt hefur verið Ásgarður. Sama dag
var Njáll Guðmundsson skipaður skólastjóri þar, en hann hefur kennt
þar undanfarin 9 ár. Eftir er að fullgera neðri hæð hússins, en skólinn
starfar í vetur á efri hæðinni. sem er fullbúin. Er þar ein skólastofa,
4 heimavistarherbergi, hreinlætisherbergi, bókageymsla og skóla-
stjóraíbúð.
c) Nýr héraðsskóli.
Hinn nýi skóli að Skógum undir Eyjafjöllum mun taka til starfa
í þessum mánu<$i. Skólastjóri er ráðinn ungur og ötull menntamaður.
Magnús Gíslason magister, sem dvalizt liefur undanfarin ár við há-
skólanám í Svíþjóð. Kennarar eru ráðnir Albert Jóhannsson og Jón
Jóhannesson, cand. mag. Um 60 nemendur verða í skólanum.
d) Skólabyggingar.
Fræðslumáfaskrifstofan hefur látið Menntamálum í té eftirfarandi
upplýsingar um byggingar skólahúsa og skólastjórabústaða í landinu:
1. Kaupstaðir: Byggingu er ýmist lokið eða langt kornið á eftirtöld-
um stöðum: í Reykjavík (Mefaskólinn), í Ólafsfirði og á Sauðárkróki.
Viðbótarbygging er fullbúin á þessum stöðum: Hafnarfirði, ísafirði
(þar í 14 leikfimissalur) og Akureyri. Nýlega er byrjað á skólabygg-
ingum á Akranesi, Keflavík og barnaskóla við Langboltsveg í Reykja-