Menntamál - 01.03.1951, Side 19

Menntamál - 01.03.1951, Side 19
MENNTAMÁL 11 Klukkan 9,00—11,35: Kennslustundir. Klukkan 11,40—12,40: Hádegisverður. Allur matur er að sænskum sið borinn fram á eitt stórt borð, sem auðvelt er að komast að frá öllum hliðum. Nem- endum er síðan skipt í 4 flokka, sem sækja sér mat og ganga þannig sjálfir um beina, hver fyrir sig. Allar máltíðir eru með þessu sniði. Þetta fyrirkomulag gefst mjög vel. Borð- haldinu stýra kennarar til skiptis. Klukkan 12,40—15,15: Kennslustundir og annað náms- starf eftir þörfum. Klukkan 15,15—16,30: Miðaftansdrykkja og útivera. Ef mögulegt er veðurs vegna, fara nemendur út í leik eða göngu. Umsjónamenn á vistum sjá um útitímann. Klukkan 16,30—19,00: Lestur og undirbúningsstarf. — Algert hljóð í skólanum. Þeir nemendur, sem hafa sýnt, að þeim hættir til að slá slöku við námið eða koma af stað ókyrrð eru skikkaðir til að halda kyrru fyrir og lesa í einni kennslustofunni. Þar sitja kennarar til skiptis, þeir sem hafa umsjónarstarf þá vikuna, og nemendur geta þá leitað aðstoðar þeirra, ef þörf krefur. Tveir og tveir kennarar hafa auga með því, sem fram fer í skólanum eina viku í senn. Svo þriðju hverja viku er hver kennari að nokkru bundinn við eftirlitsstarf. Klukkan 19,00—19,30: Kvöldverður. Klukkan 19,30—21,30: Lestur og tómstundavinna. •— Ýmsir þurfa að lesa meira en lesið var í lesstofutíma eða vinna að úrlausnum heimaverkefna. Sumir hlusta á útvarp, aðrir æfa blak eða annan knattleik í leikfimissal. Töfl eru tekin fram. Æfður er orgelleikur eða píanóleikur, æfður söngur eða eitthvað ennþá annað tekið fyrir. En nemend- um er bannað að fara í gönguferðir út í myrkrið. Klukkan 21,30—22,00: Kvöldvaka og kvöldhressing. — Á hverju kvöldi — nema á laugardagskvöldum, þá gerist eitthvað annað og meira — koma nemendur og að jafnaði kennarar saman í borðsal til 15—20 mín. kvöldvöku. Oft

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.