Menntamál - 01.03.1951, Side 21

Menntamál - 01.03.1951, Side 21
MENNTAMÁL 13 skemmtiferð að afloknu vorprófi. Sunnudagskvöldin eru sjaldan frábrugðin kvöldum virkra daga. En flest laugar- dagskvöld er eitthvað gert sér til gamans. Annað hvert laug- ardagskvöld eru þá einhver létt skemmtiatriðiogdansæfing. Hljómsveit nemenda leikur fyrir dansinum. En um aðra hverja helgi er meiri alvörublær á skemmtiskránni: Fræð- andi erindi, kvikmyndasýning, söngur o. fl. Að lokum er þá oft farið í söngleiki eða norrænir þjóðdansar stignir í leikfimissal. Mest eru þetta sænskir dansar. Ljóð og lög dansanna og leikjanna eru sungin, og oftast eru allir með, nemendur, starfsfólk og kennarar. Starfsemi heimavistarskóla er tvíþætt. Annars vegar verður hann að gegna því fræðslustafi, sem lög gera ráð fyrir, og hins vegar uppeldisstarfi samkvæmt þeim regl- um, er hann setur sér. Auðvitað verður þetta tvennt að haldast í hendur, ef vel á að fara. Unglingarnir, sem skól- ann sækja, eru mjög misjafnir í háttum og að upplagi, eins frábrugðnir hver öðrum eins og þeir eru margir, svo að oft getur verið erfitt að fella flokkinn saman í eina heild. En skólinn þarf fyrst og fremst að vera eins og gott heimili, þar sem stjórnsemi og umhyggja ræður ríkjum. Uppeldis- starfið er vissulega ekki þýðingarminna en fræðslustarfið. Marlc og mið. Seinnipart vetrar skólaárið 1949—1950 eyddi ég nokkr- um morgunstundum til þess að lesa fyrir nemendur og hug- leiða nokkra kafla úr því nær 60 ára gömlum leiðarvísi um uppeldi, sömdum og endursögðum af séra Ólafi Ólafssyni frá Arnarbæli. Þar er víða komið við og þar finnast mörg holl og sígild ráð fyrir þá, sem fást við uppeldi ungs fólks, eða fyrir unga fólkið, sem sjálft vill leita ráða um ýmis vandamál þess efnis. Á einum stað í þessum sextuga bæklingi er komizt svo

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.