Menntamál - 01.03.1952, Blaðsíða 10

Menntamál - 01.03.1952, Blaðsíða 10
4 MENNTAMÁL Sumarið 1946 átti ég þess kost að taka þátt í námskeiði, er haldið var á vegum S. í. B. Meðal þeirra, sem þar kenndu, var Max Glanzelius frá Gautaborg. Á þessu nám- skeiði vaknaði áhugi minn á því frjálsa og lífræna starfi, er Glanzelius beitti. Lesendur Menntamála hafa nú í síð- asta hefti séð kafla úr bréfum frá Glanzeliusi til Jónasar B. Jónssonar fræðslufulltrúa. Mættu þau orð, er þar standa, gjarna verða okkur ís- lenzkum barnakennurum til uppörvunar og hvatningar til þess að beina kennslunni í þessa átt meira en áður hefur verið. Ég vík þá að vinnubókarstarfseminni. Reynsla mín, enn sem komið er, nær aðeins til tveggja aldursflokka, 11 og 12 ára. Það, sem hér verður sagt, miðast því einkum við þann aldur. Ég tel rétt, að sá kennari, sem hyggst taka upp slík vinnubrögð, byrji í smáum stíl með eina námsgrein, t. d. landafræði, sem er að mörgu leyti hentugust til slíkra hluta. Séu nemendur einnig óvanir slíku starfi, er senni- lega heppilegast að byrja með 11 ára nemendur. Væri þá gjarna gott að gera fyrstu tilraun með Norðurlöndin, gera stutta vinnubók um þau og taka síðar fyrir önnur lönd Evrópu. Vitanlega verða ýmsir erfiðleikar á vegi kennarans, sem hann verður að sigrast á. Skipta má vinnu- bókarstarfsemi sem þessari í 5 þætti, sem nefna má eitt- hvað á þessa leið: 1) Val, 2) vinna, 3) frásögn, 4) próf og 5) ritgerð. Skal nú vikið stuttlega að hverjum þessara þátta um sig. Um valið er þetta helzt að segja: Þegar kennari hefur ákveðið að hefja vinnubókargerð í einhverri námsgrein, spjallar hann fyrst við nemendurna nokkra stund og gerir stutt yfirlit um hugsanleg viðfangsefni. Það er hverjum nemanda í sjálfsvald sett, hvaða verkefni hann velur. Börnin gera tillögur um, hvað hægt sé að vinna. Kennar- inn skrifar á töfluna þær uppástungur, er fram koma. Við

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.