Menntamál - 01.03.1952, Blaðsíða 16

Menntamál - 01.03.1952, Blaðsíða 16
10 MENNTAMÁL hverjum kennara er nauðsynlegt, ef hann á að geta gegnt starfi sínu af samúð og skilningi. Nemendur voru örvaðir mjög til samstarfs, en jafnframt voru þeir hvattir til sjálfstæðrar vinnu. Var það að vísu gert í því skyni, að persónuþroski þeirra mætti eflast, en einnig til þess að þeir vendust sams konar viðhorfum gagn- vart væntanlegum nemendum sínum og að þeim lærðist að meta gildi slíks uppeldis, er þeir höfðu reynt það sjálfir. Árangurinn af þessu námi var kannaður með prófum, munnlegum og skriflegum, en einkum á þann veg, að nem- endurnir sömdu skriflegar greinargerðir um athuganir sínar og það, sem þær höfðu leitt í ljós. Enn íremur hlýddu kennarar á umræður nemenda um þessi efni og kynntust með því móti starfi þeirra. — Hammarstrand bætir því við, að hún hefði fengið að reyna, að þessir nemendur hafi spurt vel og rækilega, þar sem hún hafi eitt sinn þurft að svara spuringum þeirra um fyrirkomulag félagsmála í Svíþjóð. Uppeldisfræði. I Chicago Teachers College var námi í uppeldisfræðum hagað í aðalatriðum sem hér segir: 1. ár. Þrjú námskeið voru haldin í þessum greinum fyrsta árið. Eitt þeirra fjallaði um skólamál Chicagoborgar, til dæmis skólaskipunina, hjálpardeildir, rannsóknir á börnum og unglingum í þágu skólanna, skilyrði til að hljóta kennarastöður, réttindi og skyldur kennara og launamál þeirra, enn fremur um þau hjálpartæki, sem skól- ar notuðu í starfi sínu, svo sem bókasöfn, útvarp og kvik- myndir. Hin tvö námsskeiðin fjölluðu um andlega heilsuvernd, annað aðallega um þróun tilfinningalífsins, en hitt um hvernig nemendurnir gætu skipulagt vinnu sína með bezt-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.