Menntamál - 01.03.1952, Blaðsíða 22

Menntamál - 01.03.1952, Blaðsíða 22
16 MENNTAMÁL er hlutur verknámsins í skipun skóladagsins. Með verknámi er átt við handavinnu og matreiðslu fyrir stúlkur og handa- vinnu ýmiss konar fyrir drengi. Sem stendur er þessum námsgreinum raðað á töfluna af handahófi, jafnt fyrstu stundir dagsins sem síðustu. Þar sem nú tilhögunin er oft sú, að skóladagurinn hefst á námsgrein af þessu tagi, væri ekki ófróðlegt að ákvarða ótvírætt þreytugildi þeirra, vegna þeirra bóknámsgreina, sem á eftir koma. Þ. e. að rannsaka áhrifin af tiltekinni líkamsáreynslu á eftirfarandi andlega vinnu. Þreytuáhrif leikfimi væri mjög fróðlegt að geta mælt nákvæmlega. Leikfimi er ekki námsgrein í eiginlegum skilningi, en verður frekar að teljast til almennrar líkams- ræktar skólans. í fyrstu héldu menn, að leikfimi eða líkamsæfingar hefðu hressandi og örvandi áhrif á aðra vinnu skólans. Þessa skoðun má eftir sem áður til sanns vegar færa, en þó með mjög ákveðnum fyrirvara. Það getur verið æski- legt, þegar um er að ræða langa setu við vinnu af and- legum toga að verja 4 til 5 mínútum til rösklegra líkams- æfinga við galopna glugga. Þess konar leikfimi er alltaf hressandi. Allt öðru máli gegnir um leikfimi sem „námsgrein" sam- kvæmt stundatöflu. Nú eru menn þess fullvissir, að því fari fjarri að slík leikfimi hafi hressandi og endurnærandi áhrif, heldur þveröfugt, hafi hvað hæstan þreytustuðul. Þetta á við jafnt líkamlega sem andlega. Þegar fyrri tíðar menn litu á leikfimi sem endurnærandi tilbrigði í kennsl- unni, var það vegna þess, að hún var stunduð í allfrjálsu formi, en ekki með hinni kerfisbundnu spennu líkama og sálar eins og nú tíðkast. Þess vegna hefur líka niðurstaða langflestra rannsókna í þessu efni orðið sú, að hún hafi síður en svo nokkur endurnærandi áhrif, hvorki fyrir lík- amlega né andlega vinnu. Griesbach eins og Wagner og Vannod sýndi fram á greinilega þverrandi viðbragðshæfni

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.