Menntamál - 01.03.1952, Blaðsíða 24

Menntamál - 01.03.1952, Blaðsíða 24
18 MENNTAMÁL Þvínæst var hver þessara skóladaga borinn saman við skóladag, þar sem móðurmál kom í stað leikfiminnar, en stundaskráin að öðru leyti hin sama. Það var þessi saman- burður, sem hér átti að sýna mismun, ef einhver væri. Sá samanburður var á þessa leið: 1. Bein áhrif leikfiminnar í samanburði við bein áhrif móðurmálsins. 2. Áhrifin eftir á, umfang áhrifa þessara námsgreina á eftirfarandi námsgreinar. 3. Rannsókn á því, hvort og að hve miklu leyti samsvörun getur átt sér stað. Hér verður hvorki tilraununum sjálfum né úrvinnslunni lýst nánar. Þó er skylt að taka fram, að öll var rann- sóknin gerð af fágætri vandvirkni stig af stigi. Mikilvægustu niðurstöðurnar voru þessar: 1. Æskileg áhrif leikfiminnar eru algjörlega kom- in undir því, hve lengi hún er stunduð í senn og hve erfið hún er. Niðurstöður tilraunanna voru þær, jafnt hjá stúlkum og drengjum, að svo aðeins að áreynslunni væri mjög í hóf stillt, gat talizt,að hún hafi æskileg áhrif á einbeitingarhæfni nemandans. Annars eru áhrifin mjög varhugaverð. 2. Jafnvel þótt áreynslan væri aðeins í meðallagi, reynd- ust bein áhrif á andleg afköst óæskileg. Þetta kemur sérstaklega í ljós í Ebbinghausprófinu, þar sem sú varð niðurstaðan, að samhæfingargáfan naut sín til muna betur eftir móðurmálstímann en eftir leikfimitímann. 3. Ef áreynslunni er í hóf stillt, verða áhrifin eftir á af leikfimikennslunni æskileg. Svo virðist, að hin andlega þreyta sé þá meiri að enduðum móðurmálsdegi (til- raunadegi með móðurmál í stað leikfimi) heldur en að enduðum leikfimidegi. Maður getur því sagt, að sé létt- um leikfimitíma skotið inn á milli andlegra náms- greina, þá muni draga nokkuð úr sálrænni þreytu í bili. 4. Mikil líkamleg og sálræn þreyta leggjast á eitt við

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.