Menntamál - 01.03.1952, Blaðsíða 26

Menntamál - 01.03.1952, Blaðsíða 26
20 MENNTAMÁL um námsgreinum eins og handavinnu ýmiss konar, matreiðslu o. s. frv., heldur en að byrja á þeim eða skjóta þeim inn á milli. 2. Leikfimi ætti ekki að staðsetja á undan eða á milli námsgreina, sem krefjast einbeitingar hugans, ekki heldur á undan greinum eins og teiknun og skrift. Ef þessi krafa er óframkvæmanleg, ætti að athuga, hvort ekki er hægt að flytja leikfimina til síðari hluta dags. 3. Af bóknámsgreinum hefur reikningur hæsta þreytu- gildið. Þessi grein ætti því alltaf að vera ofarlega á stundaskránni. Þvínæst koma ýmsar greinar móður- málskennslunnar (málfræði). Af lesgreinum er nátt- úrufræði hæst (sérstaklega eðlis- og efnafræði). Neðst á listanum er svo raddlestur, teiknun og skrift. Erlend mál, þar sem þau eru, verður að staðsetja ofar- lega, ef til vill einkum milli reiknings og móðurmáls. Ef þessara höfuðatriða er gætt og eftir þeim farið, að svo miklu leyti sem það er auðið í framkvæmd, mun kröf- unum til skynsamlegrar stundaskrár vera betur fullnægt en ella.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.