Menntamál - 01.03.1952, Blaðsíða 35

Menntamál - 01.03.1952, Blaðsíða 35
menntamál 29 Sextugur: Guðjón Guðjónsson skólastjóri, fv. forseti S. I. B. Guðjón Guðjónsson er fæddur á Akranesi 23. marz 1892. Hann lauk kennaraprófi 1916, kenndi næstu árin í Vestmanna- eyjum og á Stokkseyri, en 1919 gerðist hann kennari við Barnaskóla Reykjavík- ur og kenndi þar fram að 1930, er hann tók við stjórn Barnaskóla Hafnar- fjarðar. Því starfi hefur hann gegnt síðan. Guðjón hefur lengi átt sæti í stjórn S. í. B., var fyrst kosinn í þá stjórn 1922 og á þar sæti enn. Að vísu hafa nokkur hlé orðið a stjórnarsetunni. Hann var forseti samtakanna 1932— 1934 og 1936—1937. í stjórn Ríkisútgáfu námsbóka hefur hiinn verið íulltrúi kennara frá stofnun þess fyrirtækis. Rnn fremur átti hann um skeið sæti í útvarpsráði. Mörg íleiri trúnaðarstörf hafa honum verið falin. Guðjón skildi það og skynjaði þegar í upphafi kennara- íerils síns, að nýrra hátta var þörf í kennslumálum lands- lns. Hefur hann fylgt fram skoðunum sínum í þeim efnum af festu og fimi.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.