Menntamál - 01.03.1952, Blaðsíða 36

Menntamál - 01.03.1952, Blaðsíða 36
30 MENNTAMÁL Kringum Guðjón Guðjónsson er loft allt blandið skyn- semi, skilningi og hlýrri gamansemi. Það er því skiljanlegt og fyrirgefanlegt, þótt félagar hans endurkjósi hann til samstarfs og trúnaðar, þótt hann hafi goldið sín Torfalög í því efni flestum betur. Á fund hans er jafnan eitthvað gott að sækja. Guðjón er fágætlega fjölhæfur maður og fjölmenntur bæði til orðs og verka. Ritstörf hefur hann talsvert stund- að. Kunnust mun kennurum kennslubók hans í landafræði. Er hún meðal þeirra kennslubóka barnaskólanna, sem undirritaður hefur heyrt minnst hnjóðað í. Lofsyrða um slíkar bækur þarf enginn höfundur að vænta! Guðjón er kvæntur Ragnheiði Jónsdóttur kennara og rithöfundi. Eiga þau tvö uppkomin börn, Jón viðskipta- fræðing og Sigrúnu teiknikennara. Á sextugsafmælinu var gestkvæmt á hinu smekklega heimili þeirra hjóna, og voru Guðjóni færðar góðar gjafir. Á. H.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.