Menntamál - 01.03.1952, Blaðsíða 39

Menntamál - 01.03.1952, Blaðsíða 39
^enntamál 33 en metorð og framgirni. Menn af hans gerð verða aldrei °ddvitar í stjórnmálum, eins og þeim er enn háttað í niannheimi.... Ég átti í æsku sjálfur kost nokkurra samvista við Karl F'innbogason. Milli fermingar og tvítugs var ég tvö ár vinnupiltur á Stóruvöllum í Bárðardal. Karl var um þær ttiundir kennari þar í dalnum og hélt nokkurra vikna nám- skeið á Stóruvöllum. — Eins og þá gerðist í sveitum, hafði eS fyrir fermingu aðeins lært lestur, skrift og byrjunar- aðferðir í reikningi auk Helgakvers. Karl veitti mér því fyrstu unglingafræðslu, sem mér gafst kostur á. Ég mun hafa verið elztur þessara barna, sem hann hafði til náms að því sinni. Ég minnist þess, að hann helgaði mér sér- staklega margar stundir. Ég minnist þess, hversu hann opnaði mér nýja heima og að ég hugfanginn og dauð- Þyrstur teygaði fræðsluna af vörum hans. — Aldrei fyrr hafði ég hitt nokkurn mann, sem með náinni andlegri spertingu hafði gagntekið mig slíkri hrifningu. Mælska hans, þekking hans, sem að minni hyggju átti sér engin takmörk, hin milda glettni hans, ástúðin í augum þessa fallega manns varð mér allt til samans opinberun þess, að lífið gæti boðið fleiri kosta völ en hrakning og strit í mis- •Jöfnum vistum. En þessi mín fyrsta sælustund við brunn bekkingarinnar leið skjótt og barnsgrátur minn var sár, t>egar henni lauk. — Síðar naut ég kennslu Karls einn vet- Ur í gagnfræðaskólanum á Akureyri. Þá skildist mér það til fyllri hlítar, hvílíkur afburðakennari hann var, hvílíkt audlegt glæsimenni, hvílíkur félagi. Hrifning okkar nem- ePda hans var tilbeiðslukennd og ástúð blandin. — Atviks ^oinnist ég frá þeim dögum. Nemendur þriðja bekkjar asamt nokkrum kennurum fóru stutta kynnisför í ná- ®renni Akureyrar. Á stórbýli einu var skoðað allt, er varðaði rekstur búsins og þá gengið í fjósið. Og er nem- endur stóðu þar saman komnir á fjóströðinni, kvaddi Karl f'innbogason sér hljóðs og hélt ræðu fyrir minni kúnna.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.