Menntamál - 01.03.1952, Blaðsíða 40

Menntamál - 01.03.1952, Blaðsíða 40
34 MENNTAMÁIj Efni ræðunnar verður hér ekki rakið. Hins minnist ég, að áheyrendur hans stóðu með tárin í augunum. Slíkur maður var Karl Finnbogason. Hann var vinur manna og dýra, vinur lífsins og viðleitninnar, vinur gróð- ursins á jörðunni og í mannsálunum. Honum hafði gefizt kostur yfirburða um gáfur og mælsku en hann beitti sér með varúð. Enginn maður hefur, að minni reynd, dyggi- legar fylgt hinni gullnu reglu, sem Einar Benediktsson orðar svo snilldarlega: — „Aðgát skal höfð á nærveru sálar.“ — Gæzla eigin manngildis var honum ríkara hugð- arefni en fremd og sigrar í kapphlaupi mannanna. Sann- leikurinn varð honum dýrmætari en gull, ástúðin fögn- uður hans, hófstilling og góðvild í skiptum við aðra menn sáluhjálp hans. ...“ Allir félagar Karls Finnbogasonar munu taka undir þökk J. Þ. — Slíkra manna er gott að minnast og þeim er mikið að þakka. Ingimar Jóhannesson. Frá Sambandsstjórn. Á fulltrúaþingi S. í. 15. 1950 var stjórn sambandsins veitt lieimild að hækka árgjald félagsmanna í samræmi við vísitölu. Nú hefur stjórn- in sóð sig neydda til að nota þessa heimild, þ. e. hækka árgjaldið úr 75 kr. í 90 kr., er það nokkru minna en vísitöluhækkunin á þessu tímabili. Árgjaldið hefur mátt heita óbreytt í 5 ár, en öll útgjöld sambands- ins aukizt mjög á Jtessum árum, t. d. hefur skattur til B. S. R. B. tvö- faldazt, útgáfukostnaður Menntamála hækkað að miklum mun o. s. frv. Gera má ráð fyrir, að ýmsum Jjyki árgjaldið orðið óhæfilega hátt, en ]>á skal á ]>að bent, að þaö er enn mun lægra miðað við laun kcnn- ara en fyrir 1940.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.