Menntamál - 01.03.1952, Blaðsíða 43

Menntamál - 01.03.1952, Blaðsíða 43
MENNTAMÁL 37 Betra er að vita rétt en liyggja rangt. (l'1'œdslumálastjóri hefur beðið Menntamál að koma eftirfarandi leiðbeiningum á framfæri.) Eg hef alloft orðið þess var, að fólk blandar saman eða ruglar teg- Ullduni skóla, prófum o. fl. Þetta hefur stundum valdið misskilningi °S jafnvel leiðindum Ég tel rétt — og skylt — að benda á þau atriði, SL'tn lielzt hafa verið misskilin. 7. Tegundir skóla: 1- Unglingaskólar eru þeir skólar nefndir, sem starfa í 2 ár og taka við börnum að loknu barna- eða fullnaðarprófi. Þar sem barna- skólar og unglingaskólar eru í sama húsi og undir stjórn sama skóla- stjóra, er víða talað um unglingadeí/d. Unglingaskólar geta haft frain- 'l;|idsbekk — miðskólabekk — við og við, þegar tala nemenda leyfir, Cn skólinn er þó eftir sem áður unglingaskóli. 2- Miðskólar eru þrjár ársdeildir, og starfa 2 fyrstu árin með sama h*tti og unglingaskólarnir, en reglulegur 3. bekkur kemur til við- ^ótar. Að sjálfsögðu er enginn nemandi skyldur að fara i 3. bekk skólans. Hætti 3. bekkur að starfa í 2 ár verður skólinn unglingaskóli. Gagnfreeðaskólar geta þeir skólar einir heitið, sem starfa í 4 árs- óeildum og taka nemendur í 1. bekk, sem lokið hafa barna- eða i'illimðarprófi. Þó er gert ráð fyrir því í lögum, að liéraðsskólarnir seu gagnfræðaskólar, þótt þeir taki eigi að jafnaði við nemendum y,T en að loknu unglingaprófi. Um heiti gagnfræðastigsskólanna "lan héraðsskólanna er því í stuttu máli það að segja, að fjögurra ára skólar geta einir heitið gagnfreeðaskólar, þriggja ára skólar miðskólar °S tveggja ára skólarnir unglingaskólar. 4. Menntaskólar eru fjögurra ára skólar, og er því ekki lengur um *rdómsdeild að ræða í söniu merkingu og áður var. Til inngöngu ' 1 ■ bekk menntaskóla þarf miðskólapróf bóknámsdeildar með eigi asSri meðaleinkunn en 6.00 í landspróísgreinum. Nemendur, sem •lÓ'ur voru tnlclir vera í 1. bekk lærdómsdeildar, eru nú í 1. bekk ""nntaskóla og ljúka stúdentsprófi úr 4. bekk hans. Sé haldinn mið- skóladeild á vegum menntaskóla, getur þar aðeins verið um 1., 2. eða • ■ bekk miðskóladeildar hlutaðeigandi menntaskóla að ræða, sem ekki etur áhrif á bekkjarröð menntaskólanna.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.