Menntamál - 01.12.1952, Blaðsíða 9

Menntamál - 01.12.1952, Blaðsíða 9
MENNTAMÁL 119 hæfni þeirra.“ (Frv. til laga um menntun kennara, bls. 9. Til stuðnings þessari skoðun vitnar milliþinganefndin í álitsgerð enskrar sérfræðinganefndar um skólaskipan). En frv. milliþinganefndar tók allmiklum breytingum, áð- ur en það varð að lögum, og eru fæstar þeirra til bóta. M. a. eru felld niður ákvæði frv. um kennaradeild við háskól- ann, í stað hennar kemur „kennslustofnun í uppeldisvís- indum“. Frv. gerir ráð fyrir almennu framhaldsnámi, lög- in tala eingöngu um uppeldisfræðilegt nám við háskólann. Þessi breyting er stórlegur galli. Bókstaf laganna mætti fullnægja með kennslu í uppeldisvísindum einum; fræðslu- lögin nýju tryggja kennaraefnum hvergi framhalds- menntun við háskóla í væntanlegum kennslugreinum þeirra. Framkvæmd á þessum grundvelli myndi naumast hafa reynzt heppileg, enda dróst hún um sinn. En meðan ekkert var aðhafzt um aukna menntun kennara, varð hin gífur- lega útþensla miðskólakerfisins, sem leiddi bæði af fræðslulöggjöfinni og af frjálsri aðsókn almennings að skólunum, til aukins misræmis milli lögboðinnar skyldu kennarans, að hafa aflað sér ákveðinnar menntunar, og aðstæðnanna til að fullnægja henni. II. Framkvæmd og tilhögun. Það var kennarastéttin sjálf, sem enn á ný hóf kröfu um úrbætur. Uppeldismálaþingið 1951, sem barna- og framhaldsskólakennarar gengust sameiginlega fyrir, sendi menntamálaráðherra og rektor háskólans gagnorða áskor- un, að koma í skynsamlega framkvæmd ákvæðum laga um menntun kennara. Upp úr því tók rektor háskólans, hinn þjóðkunni atorku- uiaður próf. Alexander Jóhannesson, málið í sínar hend- ur. Árangurinn varð sá, að stofnað var til kennaramennt- unar í fjölmörgum greinum auk uppeldisfræði, uppeldis-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.