Menntamál - 01.12.1952, Blaðsíða 10

Menntamál - 01.12.1952, Blaðsíða 10
120 MENNTAMÁL legrar sálarfræði, kennslufræði og kennsluæfinga. Um þetta var staðfest breyting á reglugerð háskólans 10. sept. 1951. Skv. reglugerðinni fer kennslan fram innan hinnar svokölluðu B-A-deildar (kennd við próftitil: baccalaureus artium), en þar hafa um skeið verið kennd tungumál: ís- lenzka, danska, sænska, norska, enska, þýzka, franska, latína, gríska. Nú var aukið við: fslandssögu, mannkyns- sögu, landafræði og jarðfræði, stærðfræði, eðlisfræði, efna- fræði, náttúrufræði (líffræði, jurtafræði, dýrafræði og mannfræði), uppeldisfræði (sálar-, uppeldis- og kennslu- fræði og kennsluæfingum). (Árbók Háskóla íslands, 1951 —1952, bls. 111—112). í fréttatilkynningu, sem háskólinn gaf út um þetta, segir á þessa leið: ,,Þessi aukning kennslunnar er gerð í því skyni að opna stúdentum fleiri leiðir til náms. Hingað til hefur mennt- un í áðurtöldum greinum verið sótt til annarra landa. Með breytingu þeirri, sem nýlega var gerð á skólakerfi voru, hefur stórum aukizt þörf á sérmenntuðum kennurum í öllum greinum, og er orðinn mikill skortur á háskóla- menntuðum kennurum.“ Síðan þessi breyting var gerð, hefur nám í íslenzku og fslandssögu verið fellt niður í B-A-deild, enda eru þær greinir kenndar í norrænudeild, og hefur sú deild breytt að nokkru námsefni því, sem heimtað er til kennaraprófs, til samræmis við þá auknu fjölbreytni í námi, sem B-A- deildin býður. Námsgreinir B-A-deildar eru valfrjálsar. Próf í þeim miðast við áfanga eða stig, 1., 2. og 3. stig; er 3. stig hæst og lýkur með því námi í greininni. Því get- ur líka — eftir vali nemandans — lokið með 2. stigi, en með 1. stigi einungis í heimspeki. 1. eink. á stúdentsprófi frá stærðfræðideild í stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði gildir sem 1. stig í þeim greinum. Stúdentar í B-A-deild geta valið um tvenns konar próf. 1. Próf í valfrjálsum greinum einum; það veitir ekki kennsluréttindi. 2. Próf í valfrjálsum greinum og skylt

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.