Menntamál - 01.12.1952, Blaðsíða 14

Menntamál - 01.12.1952, Blaðsíða 14
124 MENNTAMÁL ekki. Meðan á þessu stendur, fullnægir deildin aðeins að hálfu leyti því hlutverki, sem hún á að vinna í þágu skól- anna. En meðal skólamanna mun það almælt, að á engu sviði sé þörfin á bættri menntun kennara brýnni en í náttúrufræðum. 2. Staða deildarinnar innan háskólans er á flestan hátt óákveðin. Kennsluna annast stunda- og aukakennarar nær eingöngu. Allir munu þeir skoða hana sem aukastarf, sein þeir geti horfið frá eða orðið sviptir, þegar sízt varir. Enginn þeirra hefur aðstöðu til þess að helga sig deild- inni af alhug og glæða með nemendum þann anda, sem framar allri þekkingu er nauðsynlegur þeim, sem valið hafa sér uppeldið að ævistarfi. Einn af prófessorum há- skólans kennir þó við deildina, Símon Jóh. Ágústsson. Hann kennir sálarfræði, og er það deildinni ómetanlegur styrkur. Próf. Símon mun kenna fleiri stúdentum en nokkur ann- ar maður við háskólann. Fylgja þeim starfa ýmis við- fangsefni, er nú kalla að og tímafrek munu reynast, svo sem samning kennslubóka. Og þó að Símon sé afkasta- maður, stappar sú krafa nærri ósanngirni, að honum end- ist tími og starfskraftar til þess að leysa hin ýmsu við- fangsefni, sem aðkallandi eru, meðan kennaranámið er að skapast og mótast. Þau viðfangsefni eru mörg, sem að lík- um lætur, er nýr þáttur hefst í starfsemi háskólans. 3. Eitt þessara viðfangsefna er kennslubókaskorturinn. 1 flestum eða öllum greinum, sem kenndar eru til B-A- prófs með kennsluréttindum er engin hæfileg kennslubók til á íslenzku. Sá skortur er misjafnlega tilfinnanlegur, * eftir því hvaða námsgrein á í hlut. Það skiptir minna rnáli, þótt nota þurfi útlenda kennslubók í stærðfræði en í sál- arfræði eða sögu. f sálar-, uppeldis- og kennslufræði er engin bók til á íslenzku, er viðhlítandi mætti kallast sem aðalnámsbók í kennaranámi B-A-deildar. Er auðsætt, hví- líkan efriðisauka leiðir af þessu, bæði fyrir kennara og nemendur. Kennarinn verður ýmist að notast við erlend-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.