Menntamál - 01.12.1952, Blaðsíða 19

Menntamál - 01.12.1952, Blaðsíða 19
MENNTAMÁL 129 lieirra skóla, sem hér er frá sagt, eru það fámennir, að við hvern þeirra starfar aðeins einn kennari. Verða þeir til hægðarauka nefndir einmenningsskólar. Við 4 skóla starfa 2 kennarar við hvern, við 7 skóla 3 kennarar, 4 kennarar við 1, 5 kennarar við 2, en 10 kennarar eða fleiri við 4 skóla. Einmenningsskólar. Til þeirra teljast allir heimavistar- skólar í umdæminu, 12 að tölu með 356 nemendum, jafn- margir heimangöngu- eða heimanakstursskólar með 304 nemendum, og auk þess 6 farskólar með 77 nemendum. í öllum einmenningsskólum lýkur skólaskyldu á því ári, sem börnin verða 14 ára, en hitt er mjög á reiki, hvort börn hefji skólagöngu við 7, 8, 9 eða 10 ára aldur. í tvímenningsskólum eru tæplega 200 nemendur. Þar er skólaskylda alls staðar frá 7—14 ára. 1 öllum skólum með þrjá Icennara eða fleiri hafa fræðslulögin frá 1946 komið til framkvæmda, og er skólaskylda þar því frá 7—15 ára. I þessum skólum eru um það bil 2400 nemendur á barna- fræðslustigi. Má af þessu ráða, að fræðslulögin nýju ná nú til rúm- lega þriggja fjórðu hluta barna í Sunnlendingafjórðungi utan Reykjavíkur. — Athyglisvert er það enn fremur, að farskólahald er að mestu leyti úr sögunni í þessum lands- hluta. Telur námsstjórinn þær leifar, sem eftir eru af því, ekki gefa tilefni til umkvörtunar, þessir farskólar eigi sér yfirleitt fastan samastað á heimilum, sem hafa góð skilyrði til að annast þarfir þeirra. Húsnæðismál. Þá veik talinu að skólabyggingum og endurbótum á skólahúsum, sem fram hafa farið hin síðari ár. Bjarni M. Jónsson gerðist námsstjóri þessa umdæmis árið 1941. Mátti gjörla finna, að honum var ljúft að minnast þess,

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.