Menntamál - 01.12.1952, Blaðsíða 20

Menntamál - 01.12.1952, Blaðsíða 20
130 MENNTAMÁL sem áunnizt hefur um bætt skilyrði til skólahalds á þessum árum, enda má það vera Sunnlendingum og raunar þjóð- inni allri sannarlegt fagnaðarefni. Frá því á árinu 1941 hafa verið reist 13 ný skólahús fyrir 19 skólahverfi. Að þessu hafa staðið 17 sveitarfélög. Enn fremur hafa verið reist þrjú leikfimishús, og fimm skólar hafa þar að auki fengið afnot af nýjum leikfimis- sölum félagsheimila. Við kennsluhúsnæði 6 annarra skóla hefur verið auk- ið að verulegum mun með nýbyggingu. Fjórir nýir skóla- stjórabústaðir hafa verið reistir og sjö íbúðir handa kenn- urum. Þá hafa miklar endurbætur verið gerðar á gömlum skólahúsum, t. d. bætt hitunar- og lýsingarskilyrði, vatn leitt inn, snyrtiherbergjum komið upp, veggir þéttaðir og þiljaðir, fúaveggir rifnir og nýir settir í þeirra stað, nýir gluggar settir í stað gamalla, dúkar lagðir og gólf löguð á annan hátt, skólahús máluð að utan sem innan, og margt mætti fleira telja. En þótt miklu hafi verið áorkað í því efni að sjá börn- um á Suðurlandi fyrir skólahúsnæði, er mikið eftir ógert. Enn eiga 10 skólahverfi engan samastað fyrir skóla sína. Telur námsstjórinn þess þó ekki þörf að reisa 10 ný skóla- hús. Sex mundu duga að hans áliti. Hann telur og, að hag- kvæmari skipan mundi hægt að koma á skólamál ýmissa héraða með því að hætta að nota nokkur gömul skólahús og reisa ný, sem ætluð væru stærra svæði. Að sameiningu skólahverfa hefur verið talsvert unnið. í Árnessýslu standa þrír hreppar saman um nýjan heimavistarskóla að Ljósa- fossi, og um tvo heimanakstursskóla eru tveir hreppar sam- einaðir um hvorn. Áður var það ekki fátítt, að tveir skólar væru haldnir í einum hreppi. Þar sem þannig störfuðu átta skólar fyrr, eru nú orðnir eftir fjórir. Bættar sam- göngur og notkun skólabíla eiga drýgstan þátt í þessu hagræði. f því sambandi barst talið að skólabílunum.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.