Menntamál - 01.12.1952, Blaðsíða 25

Menntamál - 01.12.1952, Blaðsíða 25
MENNTAMÁL 135 sem gerst, hvort náðst hafi til allra kennara, sem þeim er kunnugt um og hættir eru kennslustörfum, og eins hvort með hafi verið teknir látnir kennarar úr þeirra byggðar- lögum. Ekkert sakar, þótt margir verði til að vekja at- hygli á sama manni. Hitt skiptir öllu máli, að til sem ílestra náist. Ef slík aðstoð bregzt, getur kennaratalið aldrei náð því marki, sem því er sett. Spurningaeyðublöð voru sencl kennurum við öll skóla- stig, frá barnaskóla til háskóla. Svör hafa borizt frá um það bil 900 manns. Úr einni sýslu, Austur-Skaftafells- sýslu, hafa borizt svör frá öllum, sem eyðublöð voru send, og úr nokkrum sýslum vantar aðeins svör frá einum eða tveimur. Svarafæstir að tiltölu eru kennarar í Reykja- vík, einkum kennarar við framhaldsskóla. Þó brugðust ýmsir þeirra fljótt og vel við. Einna fyrsta svarið barst frá rektor háskólans og nærri allir kennarar sumra há- skóladeilda hafa sent svör sín. En sá skólaflokkur, sem stendur sig bezt, eru húsmæðraskólar utan Reykjavíkur. Ég spyr Ólaf, hvað hann vilji segja um svörin. Hann kveður margt ágætra svara hafa borizt. Mörg hafi að geyma góðan fróðleik fram yfir það, sem til var ætlazt, þar fjúki jafnvel í kviðlingum, sem lýsi vel að- búnaði og öðrum kjörum kennara á fyrri tíð. Verður að vísu ekki hægt að birta það allt í kennaratali. Samræmt verður það, sem sagt er um hvern einstakling. En Ólaf- ur hvetur menn sízt af öllu til að vera fáorða. Hitt þykir honum lakara, hve sumir segja lítið af sínum högum. Þess eru jafnvel dæmi, að á kennslustörf sé ekki minnzt í svör- unum. Einkum er bagalegt, ef svör varðandi uppruna og störf eru ónákvæm. Leggur hann ríka áherzlu á það við þá, sem eftir eiga að svara, að þeir greiði sem rækilegast úr spurningunum og um fram allt, að þeir svari sem fyrst. Utanáskrift til kennaratalsins er pósthólf 2, Hafnarfirði. Á. H.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.