Menntamál - 01.12.1952, Blaðsíða 27

Menntamál - 01.12.1952, Blaðsíða 27
menntamál 137 Börnin hafa staðið hér í þessu nýja anddyri skólans, hrifnæm og hugfangin með tindrandi, lýsandi, mild augu og sungið jólasálmana sína. Börnin hafa vígt þennan veglega skála, — en þessa vígsluhátíð höfum við öll þráð svo mjög, og kannske þú Guðmundur af einlægustum huga, þar sem þú barst ávallt og innilega velferð og velgengni skólans fyrir brjósti. — En nú ert þú dáinn — horfinn okkur — — Nei, — þú lifir, og þú meira að segja sérð, skynjar og skilur nú allt þetta miklu betur en við, sem enn hrærumst hér í hversdagsleika hins myrka skammdegis. — Nei, persóna þín, andi þinn er enn meðal okkar. — Hér var saga þín að verulegu leyti skráð. Svo rík voru þín áhrif á okkur öll, og á umhverfi þitt að t. d. kennslustofan þín, er þú vannst í síðustu skólaár- in er nefnd meðal okkar flestra, stofan hans Guðmundar. Nemendur þínir, er þú kenndir hér s. 1. vetur, eru nú hér staddir. I nafni þeirra þakka ég þér það, hvað þú varst þeim. — Þessi gjörvilegu ungmenni votta ástvinum þín- um innilegustu samúð og varðveita minningu um góðan vin og frábæran kennara, í fylgsnum hjarta síns. — Og hið sama gerum við öll hér. — Hin unga stofnun á þér svo óumræðilega margt upp að unna. — Við þig, elskulega Ásdís mín! vil ég einungis segja þetta: Við getum aðeins auðsýnt þér okkar innilegustu samúð — því okkur er það öllum ljóst, að á vissum augnablikum verður hver að mæta staðreyndum einn, — þola þjáninguna, sorgina og söknuðinn einn sins liðs — þó með Guði sínum, og það er líka mikið og gott athvarf. — — Við getum aðeins eitt, sem að vísu er nokkurs virði, en það er að láta þig verða vara við í daglegu viðmóti þá munndómslund, þá mildi og þá ástúð, er eiginmaður þinn ásamt þér sjálfri áttir svo ríkan þátt í að gróðursetja hér í þessum vaxtar og sælunnar reit. Við kveðjum þig hér, kæri Guðmundur, hinztu kveðju og

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.