Menntamál - 01.12.1952, Blaðsíða 28

Menntamál - 01.12.1952, Blaðsíða 28
138 MENNTAMÁL biðjum algóðan guð að blessa minningu þína og varð- veita hana meðal okkar. Guð veri með þér og blessi þig. Guðmundur Pálsson var fæddur 20. júlí 1918 í Hnífsdal. Hann lauk kennaraprófi 1941, varð sama haust skólastjóri á Djúpavogi. Því starfi gegndi hann þangað til 1946, er hann gerðist kennari við Melaskólann í Reykjavík. Hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Ásdísi Steinþórsdóttur (kennara Guðmundssonar) 1941. Er hún fastur kennari við Melaskólann. Guðmundur lézt eftir erfiða sjúkdóms- legu í Landspítalanum 13. des. s. 1. — Hann naut óvenju mikilla vinsælda í starfi sínu bæði af hálfu barna, foreldra og samkennara. Er með honum í val hniginn á unga aldri einn hinna frábærustu starfsmanna í kennarastétt lands- ins. Að honum er mikill mannskaði. Hásknlinn í Cambridge efnir til námskeiðs þar í borg frá 15. júlí til 12. ágúst. Er námskeiðio ætlað námsmönnum frá öðrum löndum (Foreign Students). Kemur fram i boðsbréfinu, að til þessara námsmanna eru kennarar taldir, jafnvel fremstir í flokki. Aðalviðfangsel'ni námskeiðsins verður kynning á menntum og hög- um lireta nú á diigum. Mun fræðslumálaskrifstofan láta i té eyðiblöð undir umsóknir, ef menn hafa littg á að sækja þetta námskeið. Verða umsóknir að hafa bori/.t í allra síðasta lagi fyrir 16. maí n. k. Enn fremur efnir Freeðslusamband verkamanna (The Workers Educational Association) Lil námskeiðs í Holly Royde College, Manc- bester, fyrir námsfólk frá Norðurlöndum. Stendur það frá 7. marz til 30. maí n. k. Viðfangsefni virðast svipuð og námskeiðsins í Cant- bridge. Tveimur íslendingum er boðin þátttaka. Þátttökugjalo (kemisla, fæði, húsnæði og fcrðalög um nágrennið) er £ 67. Fræðslu- málaskrifstofan mun veita nánari upplýsingar.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.