Menntamál - 01.12.1952, Blaðsíða 29

Menntamál - 01.12.1952, Blaðsíða 29
MENNTAMÁL 139 Bókarfregn: Hugur og hönd. Nýlega kom út bók með þessu nafni. Höfundur hennar er danskur sálfræðingur, Poul Bahnsen, merkur maður, sem veitt hefur forstöðu sáltæknistofnun Kaupmanna- hafnar um langt skeið. Hann hefur rutt braut þar í landi í öllum efnum, er varða rannsóknir og leiðbeiningar um stöðuval. Bók þessi fjallar um margvísleg vandamál vinnunnar, getu manna til þess að nema eða temja sér störf, undir- búning verka, leiðbeiningar, stjórn, áhrif aðbúnaðar, þreytu, leiða, vinnugleði, sambúð manna og fjölmargt fleira. Bókin er einkum ætluð verkstjórnarmönnum, en hún er girnileg til fróðleiks öllum þeim, sem skilja vilja og setja sig inn í vandamál daglegs lífs. Á voru landi hefur þessum málum verið veitt furðulítil athygli. Það er þó ekki einskis vert fámennri þjóð, að skynsamlega sé farið með starfs- orku hennar. Að þessari bók er því góður fengur, ef verk- stjórar og aðrir, sem settir eru til leiðbeiningar nemandi og starfandi fólki, gerðu sér það ómak að kynnast efni hennar og hagnýta sér það. Dr. Broddi Jóhannesson hefur þýtt bókina á íslenzku. Er þýðing hans bæði lipurleg og f jörleg. Norðri hefur gef- ið bókina út. Er frágangur hinn haganlegasti. Á. H.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.