Menntamál - 01.03.1953, Síða 8

Menntamál - 01.03.1953, Síða 8
2 MENNTAMÁL Heimspeki Dewey studdist einkum við líffræði, en heim- speki Russells er aðallega runnin frá rökfræði og stærð- fræði. Dewey lét flest mannlegt til sín taka. Hann er talinn mestur heimspekingur Vesturálfu eftir daga Williams James, og sagður er hann merkur fræðimaður um stjórn- mál. Stórkostlegust munu þó áhrif hans hafa orðið á vettvangi uppeldis- og skólamála. Þessum áhrifum náði hann þó ekki með brauki og bramli. Steingrímur Arason, sem var nemandi Dewey, sagði mér, að hann hafi verið lágmæltur og í rauninni fremur óáheyrilegur ræðumaður. Það voru lífssannindin í boðskap hans, sem vöktu alheimsathygli á honum. Mun ég nú rekja stuttlega meginefni eins kafla úr bók Dewey, Schools of to-morrow, í því skyni að gefa lesand- anum örlitla hugmynd um gagnrýni hans á skólum for- tíðar og samtíðar og um þær endurbætur, sem hann telur kalla mest að. Að vísu er hér aðallega miðað við ameríska staðhætti, en þó munu þau vandamál, sem siglt hafa í kjölfar iðnbyltingarinnar, harla lík víða um heim. Kaflinn nefnist: Stóriðja og umbætur í uppeldismálum. Fer end- ursögnin hér á eftir: Umbætur í uppeldismálum miða flestar að því að koma þeim skólastofnunum, sem fyrir eru, og starfsháttum þeirra í það horf, að þær hæfi breyttum aðstæðum í fé- lagslegum og menningarlegum efnum. Skólum hættir til þess eins og öllum mannfélagsstofnunum að staðna í þró- uninni. Þeir glíma sýknt og heilagt við viðfangsefni löngu liðinnar tíðar, sem orðin eru óraunhæf. Sú gífurlega bylt- ing, sem orðið hefur á öllum atvinnuháttum og samfélags- málum, krefst allt annarra viðfangsefna. Gríska orðið, sem orðið „skóli“ er dregið af, merkir hvíld. Það er að vísu rétt, að enn þarfnast nemendur góðs tóms til náms, og ekki má íþyngja þeim með áhyggj- um af öflun daglegs brauðs. En fyrr á tímum var mikið

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.