Menntamál - 01.03.1955, Síða 10

Menntamál - 01.03.1955, Síða 10
2 MENNTAMAL komið, að nú er mörgum torskilinn kyrkingslaus lífsfögn- uður, lífsást, lífsþrá og lífstrú þeirra, sem aldir voru á friðaröld, en Dvíð gaf fögnuði þeirra, ást þeirra og trú málið með einfaldari fegurð en sú öld þekkti fyrr. En hann túlkaði líka sársauka og hroll allra, er sáu öld þeirri á bak með skyggnum sjónum og kviku hjarta. Davíð var fagnað af alþjóð, og fara hér á eftir nokkur orð úr fyrrnefndri grein Guðmundar. Má sjá af þeim, hvernig hann kom að íslenzkum dyrum: „Eins og skóg- arins barn kom hann inn í skáldheim íslenzkan, eins og sá, er setið hefir og raulað milli bliknaðra birkitrjáa, þeg- ar húmið kom og vindar feyktu laufum. Hann söng eins og sá, sem veit ekki, að hann er snillingur. Þrátt fyrir allt hið einfalda og barnslega var í tónum hans svimandi djúp alvitandi samkenndar og frumrænnar lífsvizku. Setn- ingar og vísur smugu inn í huga þess, er á hann hlýddi, án þess að áheyrandinn reyndi að setja þær á sig, reyndi að festa þær í minni. Svo skýtur þeim upp, þegar minnst varir, — og þær vagga huganum í undarlega eftirvænt- ingarríkum hugsvifum.“ Þannig lýsir Guðmundur Hagalín áhrifunum af Svört- um fjöðrum, fyrstu bók Davíðs. Síðan hefur Davíð fært mjög út ríki sitt bæði í list og löndum, en ástsældir hans hafa í engu þorrið. Hvert barn í landinu hefur kynnzt verkum hans, og nú er þeim einnig skylt að lesa þau og læra af lestrarbókum. En þar vil ég biðja Davíð og öðrum snillingum okkar nokk- urra griða. Ágætu kennarar, leiðið nemendur aldrei á fund merkra höfunda nema með ljúfu geði og hlýju þeli, því að þess eru dæmin, að gengið sé af bráðlifandi höfund- um steindauðum í lögboðnum kennslustundum, og hafa sumir aldrei siðan risið af þeim gröfum. Hitt vitum við fullvel, að íslenzk alþýða hefur leitað skáld sín uppi af sjálfsdáðum, og sennilega hefur ekkert íslenzkt skáld notið slíkrar þjóðhylli sem Davíð í lifandi lífi, hvað þá á

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.