Menntamál - 01.03.1955, Síða 12

Menntamál - 01.03.1955, Síða 12
4 MENNTAMÁL JÓNAS B. JÖNSSON fræðslufulltrúi: Vangefin börn. í haust er leið ferðaðist ég um Norðurlönd og heimsótti allmargar borgir og fræðsluhéruð. Skoðaði ég fjölda marg- ar skólabyggingar, bæði nýreistar og eldri, skólahúsgögn og kennslutæki. Einnig kynnti ég mér notkun bókasafna, bæði í skólum og utan þeirra, og aflaði mér upplýsinga um, hvað gert er til þess' að auka áhuga barna og unglinga á hollum bókmenntum. Þá varði ég nokkrum tíma til þess að kynnast því, sem gert er fyrir börn, sem eru treggáfuð, og eins þau, sem erfiðlega gengur með lestrarnám, eru málhölt o. fl. Flest fræðsluhéruð og borgir, sem ég heimsótti, hafa mjög fjöl- þætta starfsemi til þess að hjálpa þessum börnum, og er sú starfsemi víðast hvar í höfuðdráttum sem hér segir: Börn, sem hafa greindarvísitölu 65—70 (eftir því hvaða próf eru notuð) eða minni, eru sett á sérstakar stofnanir, sem víðast hvar eru kostaðar og starfræktar af ríkinu. Treggáfuð börn (gv. 65—85) eru sett í sérstakar deildir eða skóla, sem ég mun nefna hjálpardeildir eða hjálpar- skóla, og er það bein þýðing á sænska orðinu hjalpklass eða hjalpskola, en þau nöfn eru notuð á Norðurlöndum. í þeim er allmargt barna, venjulega um 2°/o af skóla- færi ég Davíð alúðarþakkir fyrir komur hans í skólann, hvort heldur var til að dæma verk nemenda eða miðla af sjálfum sér á hátíðum eða í spjalli við nemendur. Hann kunni að mæla þeim orðum við unga menn, að þeir horfðu síðan skyggnari og djarfari augum fram á veg. Menntamál flytja þjóðskáldinu þakkir fyrir list hans og óska honum, þjóð og ættjörð þeirrar giftu, að hugsjónir og trú friðaraldar eigi grið í landi. Br. J.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.