Menntamál - 01.03.1955, Page 18

Menntamál - 01.03.1955, Page 18
10 MENNTAMAL innan aldursflokksins ber, en skólastjórinn gætir þess þó að hafa alltaf nokkra tilbreytni í því. Að vísu er raðað í þessar deildir af nokkru handahófi, eins og gert var er- lendis þar til fyrir skömmu, þ. e. raðað eftir mati kennara og skólastjóra og einkunnum. En ég tel, að oft sé þar farið nálægt hinu rétta, því að glöggur og réttsýnn kenn- ari metur áreiðanlega oftast rétt hæfileika og getu barns, þótt vel gert greindarpróf í góðs manns höndum sé ör- uggari mælikvarði og stefna beri að því að beita þeirri aðferð, þegar treggáfuðu börnunum er skipað í sérstakar deildir. Nákvæmni í röðun er þó ef til vill minna atriði en sjálft starfið með þessum nemendum. Það þarf að gefa kennurum þessara deilda tækifæri til þess að kynna sér, hvernig bezt er að haga lcennslustarfinu, fá fjölbreyttari Jcennslutæki og hafa fáa nemendur í hverri deild. Einnig er full ástæða til þess að athuga, hvort hyggilegt er að fá sama kennaranum eingöngu slíkar deildir til kennslu. Telja margir réttara, að þeir kenni einnig vel gefnum börnum, því að einhæfni í starfi sé óheppileg, en fjölbreytni að vissu marki holl. Ef til vill er þess ekki langt að bíða, að sálfræðileg þjónusta fáist að skólum hér á landi. Verður þá auðveld- ara um könnun á námsgetu barna og röðun í deildir. En ég held, að við eigum ekki að setja upp sérstakar stofn- anir fyrir treggáfuðu börnin, heldur eigi þau að sækja sama skóla og önnur börn í hverfinu. Ég sé heldur ekki ástæðu til þess að breyta fyrirkomulagi okkar um nöfn á deildum þeim, sem treggáfuðu börnin eru í, og mjög óráðlegt að kalla þær sérstöku nafni, hvort sem það er orð eins og hjálparbekkur eða annað. En það er þó ekki aðalvandamálið. Það, sem mestu máli skiptir, er að fá þessum börnum sem öðrum verkefni við hæfi þeirra. Þá verða þau hamingjusöm og starfsfús, hvort sem getan er mikil eða lítil. Til þess eiga þau kröfu, það er réttur þeirra, sem eigi má frá þeim taka.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.