Menntamál - 01.03.1955, Side 22

Menntamál - 01.03.1955, Side 22
14 MENNTAMÁL Ný lög um kennaramenntun í Danmörku. Á síðastliðnu ári settu Danir ný lög um menntun kenn- ara, og eiga þau að taka gildi 1. apríl n. k. Aage Mor- ville, skólastjóri Jonstrups Statsseminariums, segir ræki- lega frá löggjöf þessari í Dansk pædagogisk tidskrift, 9. hefti 1954. Verður drepið hér á nokkur atriði í grein hans. Morville bendir á, að nýju lögin brjóti vart í stór- um greinum gegn erfðavenjum í danskri löggjöf um menntun kennara, enda þótt ýmis nýmæli komi þar fram og leitazt sé við að fullnægja ýmsum þörfum nútímaskip- unar á atvinnu- og félagslífi. Enn sem fyrr eru námsgreinir kennaraskólanna óhóf- lega margar eða 18 talsins, svo að kennaraefni geti orðið fær um að kenna allar námsgreinir barnaskólanna. Telur Morville þetta vera meginveilu kennaraskólanna. Lögin taka til þrenns konar menntunar kennara: venju- legrar f jögurra ára menntunar, þriggja ára kennaramennt- unar stúdenta og tveggja og hálfs árs menntunar kenn- ara í yngri deild. Námstími kennara í yngri deild hefur verið aukinn um hálft ár, og hafa kennarar þessir heimild til að kenna í fjórum yngstu bekkjum barnaskóla. Þó mun vera nokkur munur á réttindum þeirra eftir því, hvort skólar eru í borgum eða þorpum og sveit. Virðist þessi skipun einkum höfð vegna sveita- og þorpaskólanna. Telur grein- arhöfundur mjög varhugavert að gera slíkan mun á kenn- urum, menntun þeirra réttindum og launum. Með nýju löggjöfinni er keppt að því að veita meiri menntun í kennarafræðum en verið hefur, en hún hefur numið 14% á stundaskrám kennaraskólanna. Hins vegar hefur miklum tíma verið varið til endurnáms í greinum miðskóla.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.