Menntamál - 01.03.1955, Page 26

Menntamál - 01.03.1955, Page 26
18 MENNTAMÁL JÓNAS PÁLSSON: Staðtölufræði í þágu skóla. Margar spurningar varð- andi fræðslu- og skólastarf í landinu sækja nú að þeim, sem einkum fjalla um þessi mál. Allmargir hafa gagn- rýnt núverandi fræðslu- hætti, og er það að von- um. Aðrir hafa snúizt til varnar. Annars væri ekki óeðlilegt, þótt umræður þessar væru almennari og ákafari en raun er á, þeg- ar þess er gætt, að miklir breytingatímar ganga nú yfir íslenzkt mannfélag, en umrótsins hlýtur jafn- an að gæta hvað mest á sviði uppeldis og fræðslu. Eitt vekur einkum athygli mína í sambandi við þessar um- ræður. Bæði verjendum og gagnrýnendum núverandi fræðsluhátta virðist sameiginlegt, að þá skortir öruggar heimildir — eða þeir hirða ekki um að beita þeim •— þegar þeir leitast við að meta raunhæft starf og náms- árangur skólanna. 1 þessum þætti rökfærslu þeirra gætir þeim mun meir ágizkana, handahófsmats og tilvitnana í einstök dæmi, slitin úr samhengi. Það er þó alkunna, hversu handahófsmat er ótraust og sveigjanlegt til sam- ræmis við skoðun þá, sem viðkomandi kann að hafa á við- fangsefninu. Að sjálfsögðu ræður hér miklu, að árangur

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.