Menntamál - 01.03.1955, Side 31

Menntamál - 01.03.1955, Side 31
MENNTAMÁL 23 BRODDl JÓHANNESSON: Hófleg íhaldssemi eða nýjungagirni. Með línum þessum er iítil skýringamynd, kráku- stígur frá A til B. Við hugsum okkur, að flokkur manna ætli að fara frá A til B, og eru allir einhuga um að komast þangað. Ekki sést frá A til B, en tíðast verða einhverjir til að „marka stefnuna“. Eft- ir nokkurn tíma áttar ein- hver ferðamannanna sig á því, að stefnt hefur verið um of til hægri. Segir hann samferðamönnum sínum frá þessu, og enn er „stefnan mörkuð“. Síð- ar kemur í ljós, að nú var stefnt um of til vinstri, og svo koll af kolli. Ferðamenn- irnir þokast í áttina að marki, en þeir slaga mjög til beggja handa. Þekkingarleit manna hefur verið líkt við ferðalag af þessu tæi. Nýjar leiðir hafa fundizt, greiðari en fyrri götur, nýjar aðferðir einfaldari en þær, sem áður tíðkuð- ust, nýjar tilgátur, sennilegri en þær, er fyrr voru til leiðsagnar. Þessa hefur gætt mjög í kennslu, bæði að- ferðum og fræðikenningum. Itroðsla og lexíunám var að miklum hluta gagnslítið, sóandi á tíma og orku og knúið fram með meiri ruddahætti en nútímamönnum er

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.