Menntamál - 01.03.1955, Síða 36

Menntamál - 01.03.1955, Síða 36
28 MENNTAMÁL efnið er merkingarlausar samstöfur og setning úr Don Juan. Námsefni l.d. 2. d. 3. d. 4. d. 5. d. 6. d. 12 samst. 16,5 11,0 7,5 5,0 3,0 2,5 (meðalfj. endurt.) 34,0 55,0 70,0 82,0 85,0 (% sparað.) 24 samst. 44,0 22,5 12,5 7,5 4,5 3,5 (meðalfj. endurt.) 49,0 72,0 83,0 90,0 92,0 (% sparað) 36 samst. 55,0 23,0 11,0 7,5 4,5 3,5 (meðalfj. endurt.) 58,0 80,0 86,0 92,0 94,0 (% sparað) 1 setn. úr Don Juan 7,75 3,75 1,75 0,5 0,0 0,0 (meðalfj. endurt.) (um 80 samst.) 52,0 77,0 94,0 100,0 100,0 (% sparað) Sú aðferð, sem beitt er við athugun á minni og fram kemur á töflunni, er kölluð „sparnaðaraðferðin". í þessu tilviki hefur efnið verið numið svo vel, að unnt er að fara einu sinni með það villulaust. Síðan er prófað, hversu oft þarf að fara yfir það að tilteknum dagafjölda liðnum til þess að geta endursagt það einu sinni villulaust. Þá er reiknað út eða mælt, hversu margar yfirferðir „sparast", þegar efnið er numið að jöfnu marki síðar, miðað við fjölda á yfirferðum fyrsta daginn eða í fyrstu lotunni. FRAMVIRK OG AFTURVIRK NÁMSTÖF. Afturvirk námstöf er eitt af því, er gefa þarf gaum, þegar stundaskrá er tekin saman. Skýra má með einföldu dæmi, við hvað er átt með afturvirkri námstöf. Tilraun var gerð með þeim hætti, að lærð var rækilega röð af merkingarlausum samstöfum. Strax á eftir var önnur röð lærð. Nokkru síðar var prófað, hversu mikið var munað af fyrri röðinni, aðalröðinni. í samanburðartilraun var aðeins ein röð lærð, aðalröð, en engin aukaröð á eftir. Síð- an var prófað, hversu mikið menn mundu síðar. Kom þá í ljós, að stórum meira var munað af aðalröðinni en í fyrra afbrigði tilraunar þessarar. Ýmsar aðferðir voru notaðar

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.