Menntamál - 01.03.1955, Side 39

Menntamál - 01.03.1955, Side 39
MENNTAMÁL 31 Hversu vilneskja um árangur orkar á afköst rnanna. Þá skiptir miklu máli, að nemendur viti árangur a£ þjálfuninni. Línurit þetta birtir árangur a£ þjálfun tveggja flokka, er æfðu sig í hugareikningi. Fram að tíundu lotu hækkar línan fyrir B-flokkinn mun meira en A-flokkinn, en hann fékk ekki að vita um árangur a£ þjálfun sinni. Svo snýst þetta við, enda fékk nú A-flokkurinn að vita um árangurinn, en B-flokkurinn ekki. (Úr Hugur og liönd.) Það er einsætt, að kerlingabókunum og vísindunum ber hér harla vel saman, og hafa tilraunir sannað það í fleiri greinum. Það hefur t. d. komið í ljós, að hagstæðast er að sofna sem fyrst, eftir að numið var. Þá hefur verið prófað, hvort hentara væri að byrja á lexíu að morgni og ljúka henni að kvöldi eða byrja á henni að kvöldi og ljúka henni að morgni. Síðara lagið var hagstæðara sem nam 10%. Menn vita ekki, hvað gerist í svefni og hvíld, að því er varðar minni og gleymsku, en þrautsannað er, að forhlé og hvíldarhlé skipta mjög miklu máli í námi sem öðrum

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.