Menntamál - 01.03.1955, Page 41

Menntamál - 01.03.1955, Page 41
MENNTAMÁL 33 SIGURÐUR GUNNARSSON: Brezkir skólar. Niðurlag. Á framhaldsskólastiginu, (nem. 11—15 ára), mátti sjá margt, sem er frásagnarvert, þótt hér verði aðeins á fátt drepið. Áður var frá því greint, að nemendum á þessu stigi er skipt í tvo stóra hópa, að undangengnum hæfnisprófum, — í „Secondary Modern“, eins konar verknámsskóla, og „Secondary Grammar", sem eru bóknámsskólar. Um „Grammar“-skóla mun ég ekki ræða hér að sinni. Þar er allt starf eðlilega miðað við framhaldsnám með allmikilli heimavinnu. Þar eru margir verðandi embættismenn þjóð- arinnar aldir upp, oft til 17 ára aldurs. Fremur lítill hluti nemenda fer um þrettán ára aldurinn í þriðja skólaflokkinn á þessu stigi, „Technical“-skóla. — Ég kom í nokkra „Grammar“- og „Technical“-skóla, og tel þar margt athyglisvert, og víða unnið ágætlega, enda allir kennarar með sérpróf í sínum greinum. Til þess að takmarka mál mitt, ætla ég að skýra aðeins lítið eitt frá „Secondary Modern“-skólunum (verknáms- skólunum), enda voru kynni mín tiltölulega meiri af þeim. Það er sannast sagna, að ég var hrifinn af ýmsum þeim skólum og starfi þeirra, ekki sízt hinni f jölþættu og glæsi- legu verklegu kennslu. Yfirleitt veita þeir svo vel skipu- lagða og hagnýta fræðslu, að til fyrirmyndar er. I samtali við mig skýrði skólastjóri nokkur frá kennslu- starfinu m. a. á þessa leið: „Eins og þú vafalaust veizt, eru allir þessir nemendur fremur treggefnir, og við það 3

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.