Menntamál - 01.03.1955, Síða 42

Menntamál - 01.03.1955, Síða 42
34 MENNTAMÁL er starf okkar miðað. Þegar mörg þessi börn koma hingað, eru þau haldin áberandi minnimáttarkennd, hafa ekki fengið næga uppörvun í barnaskólunum, í hópi sterkari nemenda. Við leggjum áherzlu á að láta þau finna, að þau séu öll hæf til starfa og geti orðið góðir þegnar í þjóð- félaginu. Mestur hluti þeirra fer ekki í aðra skóla. Við miðum því starf okkar við það að veita þeim sem hagnýt- asta og haldbezta kunnáttu, eftir því sem framast er unnt, bæði drengjum og stúlkum. Verklegt nám er því mikið, trésmíði, bókband o. fl. fyrir drengi, en handavinna ýmiss konar og eldhússtörf fyrir stúlkur. Heimsóknir í atvinnu- stöðvar eru tíðar. íþróttir mjög mikið stundaðar og fé- lagsstarfsemi. Fastir leiktímar eru á stundarskrá hvers bekkjar. Skólinn á viðleguskála í fögru umhverfi, eins og margir þessir skólar, og er þar legið við um tíma, eink- um á vorin, af stórum hópum nemenda, ásamt kennur- um, og lært á bók náttúrunnar sjálfrar. — Aðeins eitt er- lent mál er kennt, franska, og eingöngu beztu deildum.“ Þessi orð eiga við alla verknámsskóla, sem ég kynnt- ist. Til frekari glöggvunar mun ég bæta hér nokkru við. Á þessu stigi er nær eingöngu sérkennsla, þ. e. sér- stakir kennarar kenna ákveðnar greinar. Eru því kennslu- stofur útbúnar í samræmi við það, og víða með ágætum. Virtust mér kennarar kunna yfirleitt mjög vel til verka, enda sérmenntaðir í sínum greinum. Vinnubrögð eru frjáls- leg og óþvinguð, enda góð aðstaða til slíkra starfshátta þar sem bóka- og tækjakostur er mjög góður, og margs konar handbækur tiltækar. Þó rakst ég aðeins í tveim- ur skólum á hið frjálsasta kennsluform, sem ég þekki, — það, sem Max Glanzelíus, kennari í Gautaborg, kynnti fyrst hér á landi, og útbreitt er nokkuð sums staðar á Norðurlöndum og í Ameríku. Nokkur atriði vöktu sérstaka athygli mína á þessu stigi, og mun ég ræða lítillega hvert þeirra. Er þar verk- námið efst á blaði. Eins og ég hef lauslega vikið að fyrr,

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.